Úrval - 01.07.1954, Page 42
Hugleiðingar Iæknis við beð
látins sjúklings.
ANDLIT DAUÐANS.
Grein úr ,,Politiken“,
eftir Tage Voss.
HINN látni liggur í rúminu og
starir tómum augum, yfir-
gefinn, lífvana leir. Úti tekur
vindurinn löng andköf, sem
flytja með sér ömurlegan brim-
gný, raka, haust og rökkur. Hér
stendur maður, með tösku og
lyfjasprautu og góð orð, ókunn-
ur og utangátta, eins og maður
sé komin á skakka stjörnu.
Það er ögn af brauðmolum á
borðinu frá í morgun, molar frá
horfinni tíð. Þarna stendur ofn-
inn kaldur og dauður, og þarna
koksfatan, hún er einnig dauð,
hálfull af koksi, sem ekki á sér
lengur neinn tilgang. Og ruggu-
stóllinn stendur stöðugur og
kyrr, eins og venjulegur stóll.
Og í gluggakistunni á undirskál-
inni undir begóníupottinum
liggur gamla, nagaða pípan,
einnig hún er yfirgefin og á sér
ekki tilgang lengur.
Það er hljótt í stofunni, úrið
á kommóðunni tifar í tryggð og
önn, það er eins og það hafi
fælzt, það tifar til einskis, því
að tíminn hér hefur stanzað . . .
hvíldu þig,' eirðarlausa úr . . .
en það tifar áfram, mælir eilífð-
ina í smáum, hraðfleygum sek-
úndum, hvíslar hið hljóðláta,
endalausa lag sitt í þögninni.
Á rúminu, í trosnuðu vesti og
stöguðum sokkum, liggur þessi
veslings leir, slitinn og merktur
af langri notkun, og eins og
göngulag hans hefur markað
stígvélahælana, eins hefur hátt-
arlag hans allt markað leirinn.
Hugarfarið dregur fíngerð strik
í andlitið, strik, sem á heilli ævi
verða nógu mörg til þess að
marka hrukkur, sem móta svip-
inn.
Nú er andlitið slakt, landslag
sem er nægilega snæviþakið til
þess að þurrka út allar smá-
ójöfnur, en ekki svo mikið, að
lögun þess hverfi. Hinir gamal-
kunnu drættir eru slakir, f jarri
allri uppgerð. Það er eins og
þeir hvíli í sjálfum sér, öðrum
óviðkomandi, maður er ókunn-
ugur í návist þeirra, alltof há-
vær, einungis af því að maður
er lifandi.
Hvítar varirnar eru opnar,
neðri kjálkinn hangir niður og
við blasa fáeinar gular tennur,
það má sjá skarðið sem pípan
hefur markað sér í þær. Þeir
sem eru saman, þeir sem vinna