Úrval - 01.07.1954, Side 42

Úrval - 01.07.1954, Side 42
Hugleiðingar Iæknis við beð látins sjúklings. ANDLIT DAUÐANS. Grein úr ,,Politiken“, eftir Tage Voss. HINN látni liggur í rúminu og starir tómum augum, yfir- gefinn, lífvana leir. Úti tekur vindurinn löng andköf, sem flytja með sér ömurlegan brim- gný, raka, haust og rökkur. Hér stendur maður, með tösku og lyfjasprautu og góð orð, ókunn- ur og utangátta, eins og maður sé komin á skakka stjörnu. Það er ögn af brauðmolum á borðinu frá í morgun, molar frá horfinni tíð. Þarna stendur ofn- inn kaldur og dauður, og þarna koksfatan, hún er einnig dauð, hálfull af koksi, sem ekki á sér lengur neinn tilgang. Og ruggu- stóllinn stendur stöðugur og kyrr, eins og venjulegur stóll. Og í gluggakistunni á undirskál- inni undir begóníupottinum liggur gamla, nagaða pípan, einnig hún er yfirgefin og á sér ekki tilgang lengur. Það er hljótt í stofunni, úrið á kommóðunni tifar í tryggð og önn, það er eins og það hafi fælzt, það tifar til einskis, því að tíminn hér hefur stanzað . . . hvíldu þig,' eirðarlausa úr . . . en það tifar áfram, mælir eilífð- ina í smáum, hraðfleygum sek- úndum, hvíslar hið hljóðláta, endalausa lag sitt í þögninni. Á rúminu, í trosnuðu vesti og stöguðum sokkum, liggur þessi veslings leir, slitinn og merktur af langri notkun, og eins og göngulag hans hefur markað stígvélahælana, eins hefur hátt- arlag hans allt markað leirinn. Hugarfarið dregur fíngerð strik í andlitið, strik, sem á heilli ævi verða nógu mörg til þess að marka hrukkur, sem móta svip- inn. Nú er andlitið slakt, landslag sem er nægilega snæviþakið til þess að þurrka út allar smá- ójöfnur, en ekki svo mikið, að lögun þess hverfi. Hinir gamal- kunnu drættir eru slakir, f jarri allri uppgerð. Það er eins og þeir hvíli í sjálfum sér, öðrum óviðkomandi, maður er ókunn- ugur í návist þeirra, alltof há- vær, einungis af því að maður er lifandi. Hvítar varirnar eru opnar, neðri kjálkinn hangir niður og við blasa fáeinar gular tennur, það má sjá skarðið sem pípan hefur markað sér í þær. Þeir sem eru saman, þeir sem vinna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.