Úrval - 01.07.1954, Page 43
ANDLIT DAUÐANS
41
saman, falla hvor að öðrum,
slípast til og verða hluti hvor
af öðrum . . . pípa og maður,
skór og fótur . . .
Og án hvors annars — hvað
eru þeir þá ? Það er ekki fyrr en
maður hefur troðið ilmandi tó-
bakinu 1 pípuna, kveikt í henni
og byrjað að reykja, að hún
verður pípa. Og þegar tennurn-
ar hafa nagað hana nógu lengi,
er hún orðin sérstök pípa, ólík
öðrum pípum. En ein — hvað
er hún ein?
MAÐUR lítur í kringum sig.
En hvað stofa getur fengið
svip af þeim manni sem býr í
henni. Hlutirnir sem þar eru
samankomnir skapa mynztur,
eins og hrukkurnar í andlitinu.
Strangur maður hefur ekki
sömu hluti í kringum sig og til-
finningasamur maður — og ekki
eins marga — atorkumaðurinn
hefur annað lag á hlutunum en
dauðyflið; komi maður í stofu
sem eigandinn hefur yfirgefið,
má oft sjá í hvernig skapi hann
hefur yfirgefið hana, hvort
hann hefur verið önnum kaf-
inn, reiður, glaður, veikur eða
frískur, og hvort hann hefur
brugðið sér frá eða kvatt til
langs tíma.
Stofa verður eins og andlit
þess manns, sem býr í henni.
Maður lítur í kringum sig, hvað
er að hér inni — ? Er það stóll-
inn, sem stendur ekki á sínum
gamla stað, er það dagblaðið,
sem liggur óopnað og slétt hjá
gamla viðtækinu . . . Maður lít-
ur í kring um sig í stofunni,
maður lítur á andlit hins látna.
Bæði hafa þegar breytzt . . .
Hér stendur maður með hlust-
pípu og eyðublöð, sem fylla þarf
út. „Heyrir læknirinn ekki hvort
ég þarf að fá bitter —“, þessi
gamalkunnu spaugsyrði heyrast
nú ekki lengur. Og maður stend-
ur eins og sá sem ætlar að skoða
sig í spegli, en í stað þess að sjá
hina gamalkunnu spegilmynd af
sjálfum sér, horfir hann á
hrjúfa bakhlið spegilsins.
Já, það er eins og tekinn hafi
verið burtu spegill, sem maður
er vanur að sjá í andlit sitt
og prófa lund sína. Á sama hátt
og hið fáða gler hjálpar manni á
morgnana til að skipta hárinu
rétt, þannig fær maður hjálp í
samspilinu við annað fólk —
þegar það endurspeglar manns
eigið ég — hvert á sinn hátt,
jafnaldra félagi öðruvísi en
gömul kona eða barn, glaður
maður öðruvísi en syrgjandi.
Hvað erum við án þeirra ? Mað-
ur, sem er aleinn, hlýtur að vera
ókunnugur sjálfum sér og öðr-
um, ómótaður leir. Einmana
tónn: hver getur sagt hvort
hann er hár eða lágur, ef hann
hljómar ekki með öðrum tón.
Kona: nafn á auðu blaði. En hjá
elskhuganum verður hún ást-
mey, hjá barninu móðir.
Erum við í rauninni annað þá
og þá stundina en það sem aðrir
gera okkur? Hver einstök mynd
í því mikla safni sem við nefnum