Úrval - 01.07.1954, Síða 43

Úrval - 01.07.1954, Síða 43
ANDLIT DAUÐANS 41 saman, falla hvor að öðrum, slípast til og verða hluti hvor af öðrum . . . pípa og maður, skór og fótur . . . Og án hvors annars — hvað eru þeir þá ? Það er ekki fyrr en maður hefur troðið ilmandi tó- bakinu 1 pípuna, kveikt í henni og byrjað að reykja, að hún verður pípa. Og þegar tennurn- ar hafa nagað hana nógu lengi, er hún orðin sérstök pípa, ólík öðrum pípum. En ein — hvað er hún ein? MAÐUR lítur í kringum sig. En hvað stofa getur fengið svip af þeim manni sem býr í henni. Hlutirnir sem þar eru samankomnir skapa mynztur, eins og hrukkurnar í andlitinu. Strangur maður hefur ekki sömu hluti í kringum sig og til- finningasamur maður — og ekki eins marga — atorkumaðurinn hefur annað lag á hlutunum en dauðyflið; komi maður í stofu sem eigandinn hefur yfirgefið, má oft sjá í hvernig skapi hann hefur yfirgefið hana, hvort hann hefur verið önnum kaf- inn, reiður, glaður, veikur eða frískur, og hvort hann hefur brugðið sér frá eða kvatt til langs tíma. Stofa verður eins og andlit þess manns, sem býr í henni. Maður lítur í kringum sig, hvað er að hér inni — ? Er það stóll- inn, sem stendur ekki á sínum gamla stað, er það dagblaðið, sem liggur óopnað og slétt hjá gamla viðtækinu . . . Maður lít- ur í kring um sig í stofunni, maður lítur á andlit hins látna. Bæði hafa þegar breytzt . . . Hér stendur maður með hlust- pípu og eyðublöð, sem fylla þarf út. „Heyrir læknirinn ekki hvort ég þarf að fá bitter —“, þessi gamalkunnu spaugsyrði heyrast nú ekki lengur. Og maður stend- ur eins og sá sem ætlar að skoða sig í spegli, en í stað þess að sjá hina gamalkunnu spegilmynd af sjálfum sér, horfir hann á hrjúfa bakhlið spegilsins. Já, það er eins og tekinn hafi verið burtu spegill, sem maður er vanur að sjá í andlit sitt og prófa lund sína. Á sama hátt og hið fáða gler hjálpar manni á morgnana til að skipta hárinu rétt, þannig fær maður hjálp í samspilinu við annað fólk — þegar það endurspeglar manns eigið ég — hvert á sinn hátt, jafnaldra félagi öðruvísi en gömul kona eða barn, glaður maður öðruvísi en syrgjandi. Hvað erum við án þeirra ? Mað- ur, sem er aleinn, hlýtur að vera ókunnugur sjálfum sér og öðr- um, ómótaður leir. Einmana tónn: hver getur sagt hvort hann er hár eða lágur, ef hann hljómar ekki með öðrum tón. Kona: nafn á auðu blaði. En hjá elskhuganum verður hún ást- mey, hjá barninu móðir. Erum við í rauninni annað þá og þá stundina en það sem aðrir gera okkur? Hver einstök mynd í því mikla safni sem við nefnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.