Úrval - 01.07.1954, Side 46
44
TJRVAL
fortíðin veruleiki — þá eru
meiri líkur til, að sá sem maður
rekst á í skyndiferð til fortíðar-
innar sé maður sjálfur sem
ungur, heldur en að það sé ein-
hver annar.
OG við vitum vel hvernig það
er að vera dauður. Stígðu
af reiðhjólinu þínu og leitaðu
skjóls fyrir haustrigningunni í
útidyrum þess húss, sem þú
áttir heima í 14 bernskuár þín.
Lyktin er sú sama, sín ögnin frá
hverju: mat, gömlum gólfdúk,
hlandblautum barnafötum.
Skellótt, saurgul olíumálning,
nudduð blýantsstrik, krumm-
sprang og svört fingraför, niður-
fallsrörið syngur sama lagið og
þá. Hljóðin frá lífinu bak við
dyrnar uppi á hæðunum eru
þau sömu, fótatak á einum stað,
loðnar mannsraddir annarsstað-
ar, og einhvers staðar er rifist.
Uppi í stofunni er leikfangakass-
inn, mekkanóið og „Barnavinur-
inn“ í rauðu bandi; undir mat-
borðinu er Robinson-Crusoe-
hellir, bíll og kafarahjálmur. Af
hverju stendurðu hér og horfir
á angurværar skálínur regnsins
í loftinu, í stað þess að fara upp
á fjórðu hæð til vinstri . . .
En drengurinn sem bjó hér
er horfinn. Stofan er einnig horf-
in, leikfangakassinn, Barnavin-
urinn og hellirinn — allt er það
dáið og horfið fyrir löngu.
Og þó er þetta svo undarlegt.
Handriðið, sem hérna niðri er
svo fitugt, að ekki er hægt að
renna sér niður það — þú get-
ur rétt út höndina og snert
það . . .
Strákur kemur þrammandi í
vatnsleðursstígvélum, hann tek-
ur viðbragð þegar hann sér ó-
kunnugan mann innan við úti-
dyrnar. Hann hleypur upp á
fyrstu hæð og tekur tvær tröpp-
ur í skrefi. Þar nemur hann
staðar og gægist niður: Hvað
er þessi karl að gera í forstof-
unni hjá okkur —?
Já, þú ert ókunnugur hér,
afturganga, löngu dauður . . .
löngu dauður . . . Og þú grípur
hjólið þitt hjólar niður götuna,
sem gljáir í rigningunni, og
breytir þér í skyndi úr angur-
værri afturgöngu í lifandi, renn-
votan hjólreiðamann, sem ek-
ur framhjá.
FtAUÐINN hefur fleiri andlit,
dauðinn og skilnaðurinn.
Kúturinn sem staulaðist á ó-
styrkum fótum við hlið okkar í
gær, hann er dáinn núna. Nú
hleypur háfættur drengur á
undan okkur með veiðistöngina
sína, en á morgun verður hljótt
og autt í barnaherberginu, eng-
inn sem skellir hurðum og eng-
inn sem safnar músagildrum,
rækjunetum, brúðuvögnum og
hlaupahjólum í húsagarðinn.
Við erum einskis megnug.
Börnin tvö, sem í dag biðja um
að segja sér sögu, eru dáin á
morgun og í þeirra stað komin
tvo ungmenni, sem eru að búa
sig á ball. Við deyjum á hverj-