Úrval - 01.07.1954, Side 51

Úrval - 01.07.1954, Side 51
SKUGGSJÁ TUNGUNNAR 49 honum. En hvernig sem því er farið, þá er hver Þjóðverji fæddur til móðurmáls þar sem meinfýsin ánægja á sér sjálf- stætt nafn, en með öðrum þjóð- um hímir hún enn í forgarði nafnleysunnar. Ýmsar dæmisögur hafa verið settar fram til þess að sýna á- hrif málsins á hugsunina. Sum- ir eru haldnir eins konar inni- lokunarhræðslu, þeir draga upp átakanlega mynd af manni lok- uðum inni milli veggja móður- málsins. Ef til vill er nær sanni að líkja málinu við glerstrend- ing, sem maðurinn horfir á heiminn gegnum, strending er dreifir og endurkastar ljósinu á sinn sérstaka hátt, og ólíkt þeim strendingum, er öðruvísi eru gerðir. Þetta sést greinilegast á orðaforðanum, en málfræðileg bygging málsins segir svipaða sögu. Áhrif málfræðivenja á hugann ná jafnvel enn lengra en áhrif einstakra orða. Ávarps- fornöfn má taka sem dæmi. I flestum málum eru þau tvö eða fleiri og notkun þeirra fer eftir kynningu, hve hátt sá sem á- varpaður er, stendur í þjóðfé- laginu, og ýmsu öðru. En hér hefur ensk tunga sérstöðu: Á miðöldum var hætt að nota „thou“ og síðan er ekkert val. Þetta getur að vísu einstaka- sinnum leitt til óþæginda, en þau eru gersamlega hverfandi miðað við það magn hroka, for- dildar, sleikjuskapar og minni- máttarkenndar, sem enskumæl- andi þjóðir hafa losnað við á þennan einfalda hátt. Áðrir þættir málfræðinnar ná niður til dýpri laga meðvitund- arinnar. Jafnvel tíminn á sína vídd í málinu. Eðlisfræði nú- tímans hefur kennt okkur, að tíminn sé afstæður, og hið sama gildir um táknun hans í mál- fræðinni. Greining tíða er all- mismunandi í ýmsum málum; sumar tungur, einkum slafnesk- ar, leggja minni áherzlu á ná- kvæmni sjálfrar tímagreining- arinnar heldur en það, hvort sá verknaður sem um er rætt, er framkvæmdur að fullu eða ekki. Prófessor Entwistle hefir lýst þessu skemmtilega: Hér er um að ræða viðhorf, þar sem það skiptir meira máli, hvort eitthvert verk er til lykta leitt, eða því er ein- ungis haldið áfram, heldur en hvort þetta gerist í fortíð, nú- tíð eða framtíð. Ef til vill má rekja þetta að einhverju leyti til þess, að Slafar fást mest- megnis við jarðrækt og eru yfirleitt ekki komnir á stund- vísiklafa borgarlífsins . .. Sú áherzla er Vestur-Evrópubú- ar leggja á nákvæmni í tíð- beygingu stafar að einhverju leyti frá lifnaraðháttum þeirra, því að þar ákveðast störfin af klukkunni en ekki klukkan af störfunum. Nú er spurningin aðeins sú, hvort iðnþróun slafnesku ríkj- anna muni ekki breyta tímahug-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.