Úrval - 01.07.1954, Síða 52

Úrval - 01.07.1954, Síða 52
50 ÚRVAL taki þeirra að einhverju leyti. En tímainnsýn móðurmálsins mótar tímaviðhorf hvers ein- staklings. Þannig segja aðaldrættir tungunnar sína sögu um eðli þjóðarinnar. Annað mikilsvert atriði í þessu sambandi er orða- röðin. Meirihluti setninga í ensku og frönsku eru steyptar í ákveðnu móti, orðaröðin er þessi: frumlag — sögn — and- lag, t. d. Pétur sér Pál. Þessi orðaröð er rökrétt, næstum mætti kalla hana áskapaða: fyrst kemur sá hlutur sem um er rætt, síðan er eitthvað um hann sagt, og loks koma viðbæt- ur eftir þörfum. I ensku og frönsku er erfitt að komast framhjá þessari röð, því að hvorug tungan er beygingarmál, af stöðu orðanna í setningunni verður því að ráða hlutverk þeirra. I beygingamálum eins og t. d. þýzku, er meira val, og þar getur áherzla eða annað breytt orðaröðinni. Hér er einnig annar þýðingarmikill munur. í ensku og frönsku koma setningarnar í röð eins og perlur á festi, en í þýzkunni eru þær oft eins og öskjur hver innan í annarri. Til dæmis er forskeyti stundum rif- ið framan af sögn og rekið aftur í enda setningarinnar. Þetta krefst nokkurrar framsýni og skipulagningar og finnst sjálf- sagt einhverjum hann sjá í þessu mikilvægt einkenni þýzkr- ar hugsunar. Tilgangslaust er að velta fyrir sér hvort kerfið sé betra, bæði krefjast áreynslu og aga, hvort á sinn hátt. Sumir djúphyggjumenn nú- tímans eru haldnir ótta við það að mörg vandamál heimsspek- innar séu gerfivandamál, er eigi rót sína að rekja til þess hvernig málið sem heimsspekingurinn talar er úr garði gert. Stundum er því haldið fram, að ef Aristó- teles hefði talað kínversku hefði rökfræði hans orðið öll önnur. En þá á eftir að sýna fram á, hver áhrif gerð málsins hefur á gerð heimspekinnar. Aðrir heimspekingar gefa meiri gaum að þeim þáttum málsins, er kunna að rangfæra eða trufla hugsun okkar. Margir hafa illan bifur á sérhæfingum (abstract- ions) og oft hefur verið varað við ismum og því um líku. — Mönnum hættir til að gera hug- myndir, sem í sjálfu sér eru all ónákvæmar og jafnvel óljós- ar, að áþreifanlegum hlutum. Þannig getur skýrri hugsun stafað hætta af því, hve auðvelt er að mynda ný óhlutstæð (abstract) orð í sumum tungu- málum, t. d. þýzku. Heimspekingur hatar tví- ræðni, en skáld sækist stundmn eftir henni. Orð, sem hafa fleirí merkingar en eina geta valdið glundroða í hugum okkar. — Franski rithöfundurinn Proust vakti eitt sinn athygli á þeim áhrifum sem tvíræðni franska orðsins grand getur haft á ó- þroskaðan huga. Grand getur bæði átt við líkamlegan og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.