Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 52
50
ÚRVAL
taki þeirra að einhverju leyti.
En tímainnsýn móðurmálsins
mótar tímaviðhorf hvers ein-
staklings.
Þannig segja aðaldrættir
tungunnar sína sögu um eðli
þjóðarinnar. Annað mikilsvert
atriði í þessu sambandi er orða-
röðin. Meirihluti setninga í
ensku og frönsku eru steyptar í
ákveðnu móti, orðaröðin er
þessi: frumlag — sögn — and-
lag, t. d. Pétur sér Pál. Þessi
orðaröð er rökrétt, næstum
mætti kalla hana áskapaða:
fyrst kemur sá hlutur sem um
er rætt, síðan er eitthvað um
hann sagt, og loks koma viðbæt-
ur eftir þörfum. I ensku og
frönsku er erfitt að komast
framhjá þessari röð, því að
hvorug tungan er beygingarmál,
af stöðu orðanna í setningunni
verður því að ráða hlutverk
þeirra. I beygingamálum eins og
t. d. þýzku, er meira val, og þar
getur áherzla eða annað breytt
orðaröðinni. Hér er einnig annar
þýðingarmikill munur. í ensku
og frönsku koma setningarnar
í röð eins og perlur á festi, en
í þýzkunni eru þær oft eins og
öskjur hver innan í annarri. Til
dæmis er forskeyti stundum rif-
ið framan af sögn og rekið aftur
í enda setningarinnar. Þetta
krefst nokkurrar framsýni og
skipulagningar og finnst sjálf-
sagt einhverjum hann sjá í
þessu mikilvægt einkenni þýzkr-
ar hugsunar. Tilgangslaust er
að velta fyrir sér hvort kerfið
sé betra, bæði krefjast áreynslu
og aga, hvort á sinn hátt.
Sumir djúphyggjumenn nú-
tímans eru haldnir ótta við það
að mörg vandamál heimsspek-
innar séu gerfivandamál, er eigi
rót sína að rekja til þess hvernig
málið sem heimsspekingurinn
talar er úr garði gert. Stundum
er því haldið fram, að ef Aristó-
teles hefði talað kínversku hefði
rökfræði hans orðið öll önnur.
En þá á eftir að sýna fram á,
hver áhrif gerð málsins hefur á
gerð heimspekinnar. Aðrir
heimspekingar gefa meiri gaum
að þeim þáttum málsins, er
kunna að rangfæra eða trufla
hugsun okkar. Margir hafa illan
bifur á sérhæfingum (abstract-
ions) og oft hefur verið varað
við ismum og því um líku. —
Mönnum hættir til að gera hug-
myndir, sem í sjálfu sér eru
all ónákvæmar og jafnvel óljós-
ar, að áþreifanlegum hlutum.
Þannig getur skýrri hugsun
stafað hætta af því, hve auðvelt
er að mynda ný óhlutstæð
(abstract) orð í sumum tungu-
málum, t. d. þýzku.
Heimspekingur hatar tví-
ræðni, en skáld sækist stundmn
eftir henni. Orð, sem hafa fleirí
merkingar en eina geta valdið
glundroða í hugum okkar. —
Franski rithöfundurinn Proust
vakti eitt sinn athygli á þeim
áhrifum sem tvíræðni franska
orðsins grand getur haft á ó-
þroskaðan huga. Grand getur
bæði átt við líkamlegan og