Úrval - 01.07.1954, Síða 53
SKUGGSJÁ TUNGUNNAR
51
andlegan mikilleik eða stór-
leik; í frönsku er aðeins eitt orð
um þetta, í ensku tvö big og
great. Einhver skemmtilegasta
sögupersóna Prousts, þjónustu-
stúlkan Francoise, gengur í þá
gildru er málið hefur búið
henni: henni finnst líkamleg og
andleg fegurð hljóta að fylgjast
að. Höfundur líkir málfari henn-
ar við spegil með dökka bletti
hér og þar, er varpa myrkri á
hugsanir hennar.
Aðstoð við sjálfsögun.
Verður niðurstaða þess, er
sagt hefur verið hér á undan sú,
að málið sé ófullkomið tæki til
tjáningar? Margir rithöfundar
og aðrir er um þetta hafa hugs-
að, telja að svo sé, þótt fáir
verði til þess að taka undir böl-
sýnislegan dóm Platós: „Enginn
viti borinn maður ætlar sér
nokkru sinni þá dul að klæða
V
orðum þá hluti er skynsemi hans
hefur grundað“. En þó hljóta
jafnvel óbilgjörnustu gagnrýn-
endur málsins að viðurkenna að
það á ýmsa kosti til að bera er
jafnvel vega upp þá galla, sem á
því eru. Tal okkar er ekki tak-
markað við frásögn af stað-
reyndum og hugsunum, heldur
tölum við líka til þess að láta
í Ijós tilfinningar okkar, vekja
ákveðnar kenndir hjá öðrum og
hafa áhrif á hegðun þeirra.
Skýrleika og nákvæmni er þörf
á sumum sviðum, en á sviði til-
finninganna þarf ekki síður á að
halda orðum, sem eru hæfilega
óljós, mjúk í vöfunum og litauð-
ug. Takmarkanir málsins eru í
senn áskorun og hjálp til sjálfs-
ögimar: hugsanir okkar verða
skýrari og fegurri við það að
þeim er þrýst gegn um mót sem
veitir viðnám en er þó sveigan-
legt.
G. A þýddi.
Seinheppni.
Það var komið að þeim tíma, að hinn nafntogaði heiðursgestur
héldi ræðu sína. Pormaður klúbbsins leit yfir salinn þar sem
fólkið sat við borð sín, drakk kaffi og rabbaði saman. Svo sneri
hann sér að ræðumanni og sagði:
„Viljið þér byrja á ræðu yðar núna, eða eigum við að lofa fólk-
inu að skemmta sér svolítið lengur?“
—- English Digest.
★
Skelfileg tilhugsun.
Tveir menn stigu út úr flugvél á flugvellinum í London. Allt
í einu hrópaði annar upp yfir sig.
,,Jón,“ sagði hann. „Ég held ég sé búinn að tína veskinu mínu!“
„Ertu búinn að leita í öllum vösum þínum?“ spurði Jón.
„Öllum nema einum."
„1 guðana bænum gáðu þá í þennan eina vasa!"
„Ég þori það ekki, Jón — ef það er þar ekki, þá dey ég!“
•— Wit Parade.