Úrval - 01.07.1954, Side 60

Úrval - 01.07.1954, Side 60
tTRVAL ■58 út við endimörk landareignar- innar. Það gerði hún af því að samkvæmt ritúalinu var mamma „óhrein“ og mundi því saurga hús ömmu minnar ef hún kæmi í það. Eftir á yrði þá að hreinsa húsið og alla hina ættgöfugu íbúa þess með mikl- um og háværum helgisiðum. — Með því að láta rnóður mína búa í sérstöku húsi, var hægt að komast hjá þessu umstangi. Amma nefndi móður mína aldrei með nafni, en talaði alltaf um „ensku konuna“. Allt var þetta meira en hið írska skap- lyndi móður minnar þoldi. Hún lét senda sér heilmikið lyfja- safn frá Kalkútta og setti upp ókeypis lækningastofu á svölun- um fyrir framan húsið. Hún vissi sem var, að hver dropi af joði, sem hún setti í sár þakk- láts sjúklings, mundi ekki að- eins valda sviða í sári sjúklings- ins, heldur einnig í samvizku ömmu minnar. Amma hafðist ekkert að um skeið, en að lokum sendi hún móður minni sjóð fullan af gull- peningum. Mamma hélt að þetta væru mútur og sendi hann aft- ur. En henni skjátlaðist, þetta var friðarfórn. Sjóðurinn kom aftur daginn eftir og með hon- um gullsmiður ættarinnar. Hann settist að á svölunum og var þar nótt og dag í heila viku, meðan hann gerði hálsfesti úr gull- peningunum. Slík hálsfesti er brúðarskart í Malabar. Móðir mín notar hana enn við hátíðleg tækifæri. Amma mín vissi, að Hindúar eru siðmenntaðasti kynþáttur jarðarinnar; þeir höfðu lifað menningarlífi í þúsund ár á und- an Englendingum. Hún hafði aldrei séð Englending, en hún vissi allt mn þá. Þeir voru há- vaxnir, ljóshærðir og drykk- felldir; þeir voru góðir hermenn og höfðu lagt undir sig land hennar. Hún vissi einnig, að þeir voru óforbetranlegir sóðar. Hún bar virðingu fyrir þeim, en vildi ekki hafa þá nálægt sér. Þannig höfðu rómverskir höfðingjar litið á Gota. Elzti föðurbróðir minn tók málstað Englendinga, en þegar amma spurði, hvort þeir böðuðu sig minnst tvisvar á dag, eins og allt heiðarlegt fólk, varð hann að viðurkenna, að það gerðu þeir ekki, en sumir böð- uðu sig einu sinna á dag og þeim færi fjölgandi. Hann bætti við, að amma yrði að minnast þess, að loftslag í Englandi væri kalt. Hún var fús til þess, og þegar hún ræddi málið við mig, gerði hún lítið úr því, talaði um það á svipaðan hátt og hvítir menn tala um ógeðfellt, en skiljanlegt dálæti Eskimóa á hráu selspiki. Um mataræðið var hún ekki eins fordómafull og mátt hefði vænta. Henni fannst það ekki undarlegt þó að Englendingar ætu svínakjöt og nautakjöt. — Hinir „óhreinu" fjallabúar, sem gerðu strámotturnar fyrir fjöl-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.