Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 66
64
ÍTRVAL
og næringarríka. Landkönnuð-
urinn og náttúrufræðingurinn
Alexander v. Humbolt (1769—-
1859) lýsti fyrstur manna þessu
merkilega tré.
Um augu og sjón.
Augnlæknirinn heimskunni,
H. C. Wessel, prófessor við
Lundúnaháskóla, hélt nýlega er-
indi á þingi brezkra ljósaverk-
fræðinga. Skýrði hann frá ýms-
um merkilegum niðurstöðum af
rannsóknum sínum og kom m.a.
fram með eftirfarandi ráðlegg-
ingar varðandi heilsuvernd
augnanna:
Skólabörn ættu helzt að sitja
þannig, að þau horfi ni'öur til
kennarans, en ekki upp til hans,
eins og nú tíðkast. Það reynir
meira á augun að horfa upp
heldur en horfa niður.
Þ'að ætti að venja börn á að
lesa þannig, að bókin sé alltaf
að minnsta kosti 30 sm. frá aug-
unum. Það þreytir hina óþrosk-
uðu vöðva augans að stilla aug-
að á minni fjarlægð, og getur
valdið nærsýni — einkum ef
barnið hefur arfgenga hneigð
í þá átt.
Það er mikið talað um „þreytt
augu“. En slík þreytutilfinning
orsakast í rauninni af almennri
þreytu í líkama og heila og
vöðvunum, sem stjórna um-
hverfi augnanna. Augun sjálf
virðast þola næstum ótakmark-
aða notkun.
Það er mjög útbreydd trú, að
maður, sem misst hefur sjón á
öðru auga, eigi á hættu að missa
sjónina á hinu, vegna þess að
það verður að taka að sér það
verk, sem tvö augu unnu áður.
Þetta er mesti misskilningur. —
Hinn eineygði þreytist einmitt
minna í augnvöðvunum, af því
að það vöðvakerfi, sem hjá tví-
eygðum manni hefur það hlut-
verk að stilla saman augun þeg-
ar horft er, er alls ekki í not-
kun — og þreytist því ekki.
Öheppileg lýsing veldur því,
að menn hrukka ennið og um-
hverfi augnanna. Veldur það ó-
nauðsynlegri þreytu, og getur, á
löngum tíma, orsakað varanleg-
ar breytingar í andlitinu.
□---□
TJggvænlegt.
Vísindamaður var að halda fyrirlestur. „Nýjustu niðurstöður
vísindanna," sagði hann, „henda til, að jörðin muni farast eftir
315 milljónir ára.“
Litill maður framarlega I hópi áheyrenda spratt upp skelfdur
á svip. „Eftir hvað mörg ár, sögðuð þér?“ spurði hann.
„Eftir 315 milljónir ára,“ svaraði vísindamaðurinn.
Litli maðurinn varp öndinni léttar. „Mér heyrðist þér segja
15 milljónir." .— Labor.