Úrval - 01.07.1954, Síða 71

Úrval - 01.07.1954, Síða 71
EINMANAKENND NtíTlMAMANNSINS 69 er hægt að flýja á náðir áfeng- is eða eiturlyfja. Á þann hátt kemst maður skamma hríð í ímyndaðan heim, sem getur verið bærilegur. Gallinn er að- eins sá, að maður vaknar brátt aftur til veruleika, sem er enn þungbærari en sá sem flúinn var — og löngunin til að flýja aftur verður ómótstæðilegri. Á þann hátt kemst maður í víta- hring, sem erfitt er að rjúfa. Læknar og félagsmálafræðing- ar upplýsa, að ofdrykkja og eiturlyfjanautn sé í stöðugum vexti, og það er ekki hægt að ráða bót á þessu ástandi með fræðslu og enn síður með siða- prédikunum. Oft á tíðum er ofnautn áfengis og eiturlyfja ekki annað en flótti frá ein- manakennd og aðeins með því að koma mönnum 1 nánari snertingu og tengsl við með- bræður sína er hægt að koma þeim í sátt við veruleikann. Það er hægt að flýja á náð- ir falskra drauma og ímyndana. Imyndunaraflið, sem átti að vera oss tæki til að kafa dýpra í veruleikann, er misnotað: vér spinnum utan um oss heim, sem vér hagræðum eftir óskum vorum. 1 ímyndunarheimi vor- um leitum vér uppbótar á því, sem vér höfum farið á mis við í veruleikanum. 1 Pétri Gaut lýsir Ibsen manni, sem alltaf er á flótta frá sjálf- um sér og veruleikanum; í skyndisýn verður honum stund- um ljóst, að heimur hans er „djöfulleg samsetning“. — Hin ríka þörf fyrir falska róm- antík, æsibókmenntir og Holly- woodkvikmyndir, sem er ein- kenni vorra tíma, á raunveru- lega rætur að rekja til óánægju með líðandi stund, til einmana- kenndar og vanlíðunar sem henni fylgir. Það er hægt að flýja á náð- ir sterkra œsiatburða og -til- finninga, sem geta um stund gert manni kleift að gleyma hinu andlega volæði sínu og skort á innri gleði. „Brauð og leikir“ var hið gamla, þraut- reynda ráð rómverskra keis- ara til að „halda lýðnum í skefjum“, og borgarbúa nútím- ans stendur vissulega til boða gnægð ,,leikja“, sem geta feng- ið hann til að gleyma eymd sinni. „Þessir leikir", segir kunnur amerískur félagsfræðingur, Mumford að nafni, „vinna gegn einmanakenndinni sem skapast hjá körlum og konum undir ofur- fargi vélamenningarinnar“. — Sömu áhrif veitir það ef maður t. d. blandar sér í æstan mann- f jölda, á fundi, í kröfugöngu eða á íþróttavelli. I þeim vanmætti ótta og öryggisleysis, sem ein- angrunin skapar, geta menn flú- ið á náðir ,,foringjans“ eða „rík- isins“ eða einhvers trúarlegs eða stjórnmálalegs hugmyndakerfis, sem þeir halda sér í af þrjózku- fullu ofstæki. Þessi fyrirbrigði eru alkunn á vorum tímum. Það eru til ótal „flóttaleiðir“; hér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.