Úrval - 01.07.1954, Page 72
70
■0RVAL
hefur aðeins verið drepið á þær
algengustu.
En einangrunin skapar ekki
einungis tilhneigingu til flótta
frá lífinu, heldur einnig óvild í
garð þess, árásarhneigð sem
getur beinzt bæði að einstakl-
ingnum sjálfum og öðrum. Það
mun mega teljast til merkustu
uppgötvana sálfræðinnar, að
„vondir“ menn, þ. e. menn sem
eru í ósátt við lífið, séu undir-
niðri ólánssamir menn, sem
veita óánægju sinni útrás með
því að misþyrma eða auðmýkja
aðra. Þetta er einnig hægt að
gera með ýmsu móti. Vér þekkj-
um öll kvartsjúklinginn (kvær-
ulanten), sem aldrei er ánægður
nema hann hafi eitthvað til að
kvarta undan, vér þekkjum at-
vinnurekandann eða skrifstofu-
stjórann, sem finnur nautn í því
að láta undirmenn sína skjálfa
af hræðslu þegar hann sýnir sig,
hjónabandsharðstjórann, hvort
heldur hann er karl eða kona,
kvalarann, sem hefur nautn af
þjáningum fórnarlambs síns.
Hina leyndu óánægju- og van-
metaduld, sem margir bera í sér,
er við sérstakar aðstæður hægt
að „virkja“ í þágu eyðilegging-
ar af ýmsu tagi. Gyðingahatrið
er eitt þess háttar fyrirbrigði,
— en skaðvænlegast þeirra
allra eru styrjaldir. — Nærri
undantekningarlaust „vill“ eng-
inn maður stríð. Vér vitum
öll, að það mun boða endalok
menningarinnar — ef til vill
mannkynssögunnar. Eigi að síð-
ur berum vér í brjósti stöðugan
ótta við þriðju heimsstyrjöldina,
og það af gildri ástæðu. Það er
undarleg mótsögn fólgin í þessu,
því að hví skyldi koma til stríðs
þegar yfirgnæfandi meirihluti
manna, bæði austan tjalds og
vestan, vill ekki stríð ? Sannleik-
urinn er sá, að viljinn ræður
mjög litlu um gerðir mannsins,
hann stjórnast miklu meira af
hneigðum og hvötum, sem liggja
djúpt í hinum dimmu fylgsnum
sálarlífsins, og sem boðorð og
bannhelgi hversdagslíf sins halda
að jafnaði í skef jum. En þær að-
stæður geta skapazt, að stríðið
verður eina og síðasta útrásar-
leiðin fyrir flótta- og árásar-
hneigð mannsins.
Stríðið veitir mönnum tæki-
færi til þess að fremja með
góðri samvizku athæfi, sem lög
og siðgæði banna ella, já, gerir
mönnum jafnvel að skyldu að
fremja það. Stríð þjappar þjóð
saman í sameiginlegu hatri til
óvinanna og hrífur einstakling-
inn út úr fábreytni hversdags-
leikans í æsandi straumiðu
sína. Þeim mönnum sem á ein-
hvern hátt hafa beðið ósigur í
lífinu, getur einmitt fundizt
stríð lokkandi, af því að það
veitir þeim ný tækifæri. Heims-
friðurinn verður ekki tryggður
með pólitískum og efnahagsleg-
um ráðstöfunum eingöngu,
hversu brýn nauðsyn sem þær
kunna að vera. Friður í heimin-
um byggist fyrst og fremst á því
að mennirnir séu í sátt við