Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 74
72
ÚRVAL
sveitarfélaganna. Jafnvel hinar
alþýðlegu félagshreyfingar
verða að vara sig á of mikilli
centralíseringu, sem flytur allt
frumkvæði í félagslífinu í hend-
ur fárra manna.
Stóriðjuver nútímans, þar
sem starfa þúsundir verkafólks,
geta ekki orðið prímerar félags-
heildir, en hinar ýmsu deildir
þeirra geta ef til vill nálgast
það, ef rekstur þeirra er lýðræð-
islegur. „Eitt af brýnustu
nauðsynjamálum vorra tíma,“
skrifar kunnur amerískur sál-
fræðingur, Whitehead að nafni,
,,er að veita iðnverkamanninum
aftur nauðsynlega hlutdeild í
félagslegu samlífi, sem er óum-
flýjanlegt skilyrði hamingju og
friðar í þjóðfélaginu. Að styðja
félagsandann er mál málanna
fyrir alla þá, sem vilja koma í
veg fyrir hrun í menningu vorri.
Hinn núverandi skortur á fé-
lagslegu samlífi er afleiðing iðn-
byltingarinnar ... Brýnasta úr-
lausnarefnið er ekki lengur að
sjá fyrir efnahagslegum og lík-
amlegum þörfum einstaklings-
ins, heldur að hann fái að beita
persónulegu frumkvæði sínu í
félagi við aðra.“
Upplausn félagslífsins er, eins
og sjá má af framansögðu, aug-
ljósust í stórborgunum. Er hér
um óviðráðanlega þróun að
ræða? Eða er hægt að stöðva
hana? Eg held að þetta sé ör-
lagaspurning fyrir framtíð
menningar vorrar. Hefur ekki
einmitt þróun nútíma sam-
göngutækja fært oss í hendur
tækifæri til að ,,dreifa“ stór-
borginni, hluta hana í sundur í
minni heildir?
En umfram allt verðum vér
að stefna að því að endurreisa
heimiliö og fjölskylduna. Ef oss
auðnast ekki að leysa þann
vanda, virðist mér útlitið ekki
bjart fram undan, því að ein-
mitt hér verður félagsandinn
að eiga upptök sín. Grundvöll
hans verður að leggja þegar í
bernsku. En hér erum vér kom-
in aðvandamáli,semeralltof víð-
tækt til þess að því verði gerð
skil í stuttu máli. Það verður að
nægja að benda á, að það er að
minnsta kosti eins mikilvægt og
hin stórpólitísku vandamál, sem
nú eru efst á baugi — já, ennþá
mikilvægara, þegar til lengdar
lætur.
Frumskilyrði þess, að unnt sé
að lækna sjúkdóm er að þekkja
orsakir hans. Hann verður ekki
læknaður með því að einblína á
sjúkdómseinkennin. Hér að
framan hefur verið leitast við
að sýna fram á, að mörg þau
fyrirbæri, sem oss virðast ugg-
vænleg, eru aðeins einkenni
sjúkdóms, sem á hinar eiginlegu
rætur sínar í einmanaleik nú-
tímamannsins.