Úrval - 01.07.1954, Page 76
74
TJHVAL,
sem fullkomlega fjaðurmagn-
aður hlutur í árekstrum sem
ekki eru of ofsalegir, og fari
svo að það breytist við árekstur
nær það sér fljótlega aftur og
verður eins og nýtt. Séu tvö
atóm sköpuð eins í upphafi,
ábyrgist kvantafræðin að þau
haldi áfram að vera eins. En
hver ábyrgist að þau hafi ver-
ið sköpuð eins? Getur ekki ver-
ið svo smávægilegur munur á
tveimur samskonar atómum að
menn geti ekki greint hann?
Byrjum á nýjan leik. Þegar
sú hugmynd kom fyrst fram,
að atómið væri eins konar sól-
kerfi, þar sem elektrónurnar
hreyfast í kringum kjarnann
eins og plánetur um sólu, stakk
einhver snjall náungi upp á
því að elektrónumar væru
kannski plánetur líka, með
hafi og hauðri, láði og legi,
ef til vill byggðar mannlegum
verum. Þær væru þá aftur
gerðar af atómum í ákaflega
miklu smærri mælikvarða, þessi
atóm væru aftur sólkerfi, og
þannig áfram koll af kolli.
En væri þessu nú þannig var-
ið, væri hver elektróna sam-
settur hlutur eins og pláneta,
þá væru ekki allar elektrónur
eins. Júpiter er margfalt þyngri
en jörðin, Merkúr miklu létt-
ari. Elektrónur eru áreiðanlega
miklu nær því að vera eins held-
ur en pláneturnar. Að öðrum
kosti væri sjónvarp ekki fram-
kvæmanlegt; væru elektrónurn-
ar misþungar myndi aldrei
koma skýr mynd á tjaldið, jafn-
vel þó munurinn væri ekki nema
fá prósent. Þetta má nota sem
afar nákvæman prófstein, og á
þennan hátt má komast að raun
um, að eigi getur munað meiru
en sem svarar 1 á móti 100.000.
Sama máli gegnir um atómin
sjálf.
En vitaskuld er ekki unnt að
sanna fullkomna samsemd
(identity) með neinni slíkri
prófun; aldrei er öruggt að
ennþá nákvæmari mæling gæti
ekki leitt í Ijós einhvern ör-
lítinn mismun. Af þessu mætti
ætla að spurningin um það,
hvort einhver tvö atóm séu ná-
kvæmlega eins eða ekki, sé út
1 hött, því að henni verði aldrei
svarað.
En þetta er eigi svo. í kvanta-
fræðinni er hegðun tveggja
hluta mjög háð því hvort þessir
hlutir eru alveg eins eða ekki.
Nú skal ég skýra frá því hvern-
ig þessu er farið.
Flestir vita að samkvæmt nú-
tíma eðlisfræði hegðar ögn, sem
hreyfist, sér að ýmsu leyti svip-
að og alda. Fari ögnin í hring
verður aldan líka að fylgja þeim
hring og þegar hún kemur aftur
í spor sjálfrar sín, verða sam-
skeytin að vera felld og slétt.
Allir hafa séð bolla og diska
þar sem sama mynstrið endur-
tekur sig meðfram röndinni. Sé
ekki vel gengið frá þessu lokast
hringurinn ekki alveg, sam-
skeytin verða ljót.
En náttúran þolir ekki illan