Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 76

Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 76
74 TJHVAL, sem fullkomlega fjaðurmagn- aður hlutur í árekstrum sem ekki eru of ofsalegir, og fari svo að það breytist við árekstur nær það sér fljótlega aftur og verður eins og nýtt. Séu tvö atóm sköpuð eins í upphafi, ábyrgist kvantafræðin að þau haldi áfram að vera eins. En hver ábyrgist að þau hafi ver- ið sköpuð eins? Getur ekki ver- ið svo smávægilegur munur á tveimur samskonar atómum að menn geti ekki greint hann? Byrjum á nýjan leik. Þegar sú hugmynd kom fyrst fram, að atómið væri eins konar sól- kerfi, þar sem elektrónurnar hreyfast í kringum kjarnann eins og plánetur um sólu, stakk einhver snjall náungi upp á því að elektrónumar væru kannski plánetur líka, með hafi og hauðri, láði og legi, ef til vill byggðar mannlegum verum. Þær væru þá aftur gerðar af atómum í ákaflega miklu smærri mælikvarða, þessi atóm væru aftur sólkerfi, og þannig áfram koll af kolli. En væri þessu nú þannig var- ið, væri hver elektróna sam- settur hlutur eins og pláneta, þá væru ekki allar elektrónur eins. Júpiter er margfalt þyngri en jörðin, Merkúr miklu létt- ari. Elektrónur eru áreiðanlega miklu nær því að vera eins held- ur en pláneturnar. Að öðrum kosti væri sjónvarp ekki fram- kvæmanlegt; væru elektrónurn- ar misþungar myndi aldrei koma skýr mynd á tjaldið, jafn- vel þó munurinn væri ekki nema fá prósent. Þetta má nota sem afar nákvæman prófstein, og á þennan hátt má komast að raun um, að eigi getur munað meiru en sem svarar 1 á móti 100.000. Sama máli gegnir um atómin sjálf. En vitaskuld er ekki unnt að sanna fullkomna samsemd (identity) með neinni slíkri prófun; aldrei er öruggt að ennþá nákvæmari mæling gæti ekki leitt í Ijós einhvern ör- lítinn mismun. Af þessu mætti ætla að spurningin um það, hvort einhver tvö atóm séu ná- kvæmlega eins eða ekki, sé út 1 hött, því að henni verði aldrei svarað. En þetta er eigi svo. í kvanta- fræðinni er hegðun tveggja hluta mjög háð því hvort þessir hlutir eru alveg eins eða ekki. Nú skal ég skýra frá því hvern- ig þessu er farið. Flestir vita að samkvæmt nú- tíma eðlisfræði hegðar ögn, sem hreyfist, sér að ýmsu leyti svip- að og alda. Fari ögnin í hring verður aldan líka að fylgja þeim hring og þegar hún kemur aftur í spor sjálfrar sín, verða sam- skeytin að vera felld og slétt. Allir hafa séð bolla og diska þar sem sama mynstrið endur- tekur sig meðfram röndinni. Sé ekki vel gengið frá þessu lokast hringurinn ekki alveg, sam- skeytin verða ljót. En náttúran þolir ekki illan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.