Úrval - 01.07.1954, Page 82

Úrval - 01.07.1954, Page 82
ÚRVAL, SO vegabréfunum okkar og fór með okkur framhjá biðröðinni á landgönguþilfarinu. Á bryggj- unni kom ungur Frakki frá ræðismannsskrifstofu Banda- ríkjanna til móts við okkur. — Hann tók ofan hneigði sig og sagði brosandi: „Bienvenue — velkomin — madame et mon- sieur. Þegar hann hafði fylgt okkur gegnum tollinn — vega- bréfin með lausnarorðinu greiddi okkur veginn — fór hann með okkur á járnbrautar- stöðina, hneigði sig aftur og hvarf. Þegar lestin okkar rann inn á St. Lazare-stöðina kom ég auga á feitan, skeggjaðan Frakka með bílstjórahúfu og merki Marshallsstofnunarinnar (ECA) á brjóstinu. Ég skrúfaði niður rúðuna og kallaði til hans. Hann sneri sér á hæl, kom auga á mig og ruddist að lestinni. „Mons- ieur Durrance?" sagði hann. „Það bíður bíll eftir yður. Ég skal hjálpa yður.“ Fáum mínút- um síðar vorum við setzt upp í rúmgóðan Renaultbíl, en far- angri okkar var komiðfyriruppi á þakinu. Mér var tjáð, að skeyti hefði verið sent frá Washing- ton til ECA í París um komudag okkar og áætlaðan farangur. — Okkur hafði verið útveguð gist- ing á Hotel Continental, einu dýrasta hóteli borgarinnar. Við dvöldum fimm daga í París og kynntumst starfs- bræðrum af ýmsum gráðum og sendiherrum af ýmsu þjóðerni, en að þeim loknum tókum við okkur far með Nord-hraðlest- inni, að morgni hins 29. marz. Að áliðnum næsta degi komu koparturnar Kaupmannahafnar í ljós. Einnig hér tók bílstjóri á móti okkur og ók okkur í spánnýjum amerískum bíl til Hotel D’Angleterre, sem er gamalt og virðulegt hótel, og þar bjuggum við í nokkrar vik- ur meðan við vorum að leita okkur að íbúð. Við höfðum til umráða tvö stór svefnherbergi og á milli þeirra baðherbergi á stærð við sundlaugina í gamla mennta- skólanum þar sem ég stundaði nám. Virðulegur þjónn í dökk- bláum einkennisbúningi með gylltum borðum kom alltaf með matinn handa barninu, jafnvel klukkan sjö á morgnana. Við auglýstum í Berlinske Tidende eftir barnfóstru og við völdum þá sem okkur leizt bezt á í hópnum sem til boða stóð. Hún hét Iris og var utan af landi, talaði ágætlega ensku og hafði góð meðmæli. Launin voru 25 dollarar (rúmar 400 kr.) á mánuði auk fæðis og húsnæðis. Skömmu seinna fundum við hús — sex herbergja kumbalda með útsýni yfir lítið vatn. Fyrir framan það var stór garður og á miðri grasflötinni var gull- fiskatjörn. Milli plómu-, epla- og kirsuberjatrjánna voru líkneski af nöktu fólki. I kjallaranum var knattborðssalur. Við tókum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.