Úrval - 01.07.1954, Síða 82
ÚRVAL,
SO
vegabréfunum okkar og fór með
okkur framhjá biðröðinni á
landgönguþilfarinu. Á bryggj-
unni kom ungur Frakki frá
ræðismannsskrifstofu Banda-
ríkjanna til móts við okkur. —
Hann tók ofan hneigði sig og
sagði brosandi: „Bienvenue —
velkomin — madame et mon-
sieur. Þegar hann hafði fylgt
okkur gegnum tollinn — vega-
bréfin með lausnarorðinu
greiddi okkur veginn — fór
hann með okkur á járnbrautar-
stöðina, hneigði sig aftur og
hvarf.
Þegar lestin okkar rann inn á
St. Lazare-stöðina kom ég auga
á feitan, skeggjaðan Frakka
með bílstjórahúfu og merki
Marshallsstofnunarinnar (ECA)
á brjóstinu. Ég skrúfaði niður
rúðuna og kallaði til hans. Hann
sneri sér á hæl, kom auga á mig
og ruddist að lestinni. „Mons-
ieur Durrance?" sagði hann.
„Það bíður bíll eftir yður. Ég
skal hjálpa yður.“ Fáum mínút-
um síðar vorum við setzt upp í
rúmgóðan Renaultbíl, en far-
angri okkar var komiðfyriruppi
á þakinu. Mér var tjáð, að skeyti
hefði verið sent frá Washing-
ton til ECA í París um komudag
okkar og áætlaðan farangur. —
Okkur hafði verið útveguð gist-
ing á Hotel Continental, einu
dýrasta hóteli borgarinnar.
Við dvöldum fimm daga í
París og kynntumst starfs-
bræðrum af ýmsum gráðum og
sendiherrum af ýmsu þjóðerni,
en að þeim loknum tókum við
okkur far með Nord-hraðlest-
inni, að morgni hins 29. marz.
Að áliðnum næsta degi komu
koparturnar Kaupmannahafnar
í ljós. Einnig hér tók bílstjóri
á móti okkur og ók okkur í
spánnýjum amerískum bíl til
Hotel D’Angleterre, sem er
gamalt og virðulegt hótel, og
þar bjuggum við í nokkrar vik-
ur meðan við vorum að leita
okkur að íbúð.
Við höfðum til umráða tvö
stór svefnherbergi og á milli
þeirra baðherbergi á stærð við
sundlaugina í gamla mennta-
skólanum þar sem ég stundaði
nám. Virðulegur þjónn í dökk-
bláum einkennisbúningi með
gylltum borðum kom alltaf með
matinn handa barninu, jafnvel
klukkan sjö á morgnana.
Við auglýstum í Berlinske
Tidende eftir barnfóstru og við
völdum þá sem okkur leizt bezt
á í hópnum sem til boða stóð.
Hún hét Iris og var utan af
landi, talaði ágætlega ensku og
hafði góð meðmæli. Launin voru
25 dollarar (rúmar 400 kr.) á
mánuði auk fæðis og húsnæðis.
Skömmu seinna fundum við hús
— sex herbergja kumbalda með
útsýni yfir lítið vatn. Fyrir
framan það var stór garður og
á miðri grasflötinni var gull-
fiskatjörn. Milli plómu-, epla- og
kirsuberjatrjánna voru líkneski
af nöktu fólki. I kjallaranum var
knattborðssalur. Við tókum