Úrval - 01.07.1954, Page 83

Úrval - 01.07.1954, Page 83
VIÐ NÆGTABORÐ SÁMS FRÆNDA 81 húsið á leigu fyrir rúma 100 dollara á mánuði (1700 kr.). Við hjónin vorum fljót að kynnast amerísku nýlendunni í Kaupmannahöfn. Ef frá eru taldir hinir föstu starfsmenn sendiráðsins, sem starfað hafa árum saman við sendiráð víða um heim, var þetta flest mið- stéttarfólk frá smáborgum í Bandaríkjunum. Flestir voru hagfræðingar, verkfræðingar, prófessorar og skrifstofumenn, og flestir voru eins og við — dálítið utan við sig og ekki fylli- lega í essinu sínu í þessu nýja, glæsta umhverfi. ,,Ef ykkur finnst óhóflegur lúxus hjá okkur,“ var sagt við okkur oftar enn einu sinni, ,,þá ættuð þið að sjá hvernig N. N. býr.“ Það kom þá jafnan í ljós, að „N. N.“ bjó í skrauthýsi við strandveginn norður af Kaup- mannahöfn. Ströndin við Eyrar- sund var eftirsótt af Ameríku- mönnum. Rauð, blá, græn og hvít hús standa í brekkunni upp frá sjónum. Framan við þau eru garðar, sem liggja í stöllum nið- ur að sjávarborði en einkabað- staður úti fyrir. I mörgum þess- ara húsa voru tveir og stundum þrír þjónar. En jafnvel hér í þessu ríkmannlega umhverfi töl- uðu gestgjafar okkar af öfund um ECA starfsmenn í öðrum löndum, sem byggju enn rík- mannlegar. Af þessum frásögnum fengum við þá hugmynd, að víðsvegar um Evrópu væru þúsundir af eftirlætisbörnum Sáms frænda, sem lifðu eins og hertogar og hertogafrúr. Okkur hafði verið sagt, að til þess að halda uppi virðingu Bandaríkjanna út á við væri séð til þess að starfsmenn þeirra erlendis hefðu úr nógu að spila, en fyrr mátti nú rota en dauðrota. Aldrei höfðu svona margir skattgreiðendur greitt svona mikið fé til þess að standa undir óhófslífi svona fárra manna, sern voru slíku lífi alveg óvanir. Það var næstum ógerningur að komast um í Kaupmannahöfn nema í einkabíl. Næstum allir Marshallmenn og sendiráðs- menn áttu stóra ameríska bíla, en við keyptum okkur lítinn brezkan bíl, sem betur hæfði þröngum vegum Evrópu. Hann kostaði, að frádregnum 20% „diplómatiskum" afslætti, 700 dollara (12000 kr.). Benzín var af skornum skammti í Dan- mörku og óheyrilega dýrt, en við fengum hjá sendiráðinu sér- staka benzínmiða og út á þá fengum við benzín með miklum afslætti. Hlutverk mitt var að gera allt sem ég gat til að skýra fyrir dönsku þjóðinni tilgang Mars- hallhjálparinnar og hvernig hún væri rekin í þágu hennar sjálfr- ar. Kommúnistar ráku hat- ramman áróður gegn henni. — Mitt verk, og annarra starfs- manna upplýsingaþjónustuhnar í Evrópu, var að vinna gegn þessum áróðri og reka gagnáróð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.