Úrval - 01.07.1954, Síða 88

Úrval - 01.07.1954, Síða 88
86 ÍTRVAL bæta, og sé þess virði, að ein- hverju sé fórnað fyrir það. I Bandaríkjunum giftist æsku- fólk að meðaltali yngra en t. d. í Norður-Evrópu. Stúlkur, sem giftast 21 árs, munu, þótt þær eignist 3—4 börn, hafa öðlast talsvert frjálsræði að nýju um fertugt, og vera orðnar ömmur um fimmtugt. Ef við reiknum með meðalaldri eins og hann er nú, eiga þær ólifuð 25 ár eftir að börnin hafa yfirgefið heimilið. í fyrsta skipti í 20 ár sitja hjón- in ein við matborðið. Öll þau viðfangsefni og vandamál í sam- bandi við börnin, sem þau hafa unnið saman að því að leysa, eru nú úr sögunni. Þá vaknar sú spurning, hvort þau eigi enn nægilega margt sameiginlegt til þess að samlíf þeirra verði ekki tómlegt og snautt. 1 því tilliti skiptir mestu máli, að konan hafi haldið við eða geti tekið upp að nýju áhugamál utan heimilisins. Það virðist næstum sem mest- ar hættur verði á vegi hjóna- bandsins síðasta þriðjung æv- innar. Oft er breyting á lifnað- arháttum þá til bóta. Ný íbúð, ferðalög o. fl. getur ráðið bót á tilbreytingarleysinu. En örugg- asta ráðið er jafnan það, að um- hyggjan fyrir eiginmanni og börnum verði ekki allsráðandi í lífi konunnar, þannig að ekkert annað komist að. Þá er hætta á að konan íþyngi manninum með rómantískum óskum og kröfum, sem hann hefur ekki nokkur tök á að uppfylla. Þær bækur um kynlífið, sem Iáta sér nægja að gefa upplýs- ingar um tíðleik samfara og forskrift um það hvernig öðlast eigi fullnægingu, hvorttveggja byggt á hagfræðilegum meðal- tals útreikningi, eru til lítils gagns. Karlar og konur þurfa að öðlast skilning á því, að eðlis- lægar tilfinningar mannanna eru sitt með hverju móti, að skilyrðin til þess að þær fái út- rás eru margvísleg, og á hve margvíslegan og undursamlegan hátt samlíf karls og konu getur veitt unað. Þegar svo langt er komið, að vér höfum gert oss fulla grein fyrir dýpt og víð- feðmi þeirra tilfinninga, sem eiga uppruna sinn í kynlífinu, fyrst hjá æskunni og síðan hjá foreldrunum, þá munum vér læra að skipa kynlífinu þann sess í lífi voru, sem því ber. P P P Mælirinn fullur. Ellefu barna faöir, sem sótti um skilnað, sagði fyrir réttin- um, að hann hefði ekkert sagt við þvx, þó að hann væri látinn sofa í tvær vikur í fjósinu hjá kúnum meðan tengdamóðir hans var í heimsókn, en þegar hann varð að fara úr fjósinu vegna þess að tveir kálfar fæddust og búa um sig í hænsnakofanum hjá kjúklingunum, fannst honurn nóg komið. —• Nonsense, U.S.A.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.