Úrval - 01.07.1954, Side 92

Úrval - 01.07.1954, Side 92
90 trRVAL og fötum, ljós og hita, gas, heimilisaðstoð, skemmtanir, ferðalög, sígarettur, námskostn- að, frímerki, lyf, viðhald húss- ins, sumarfrí, afborganir af lán- um ó.s.frv. Þegar við vorum bú- in að leggja þetta allt saman, deildum við því með 365, til þess að sjá hvað það væri mikið á dag. Allt þetta fellur undir B- flokk. — B-flokkur er í annarri bók og þar eru liðirnir í staf- rófsröð." Þegar ég var búinn að blaða lauslega gegnum B-flokkinn, gekk alveg fram af mér. „Settir þú þetta saman, Margherita?“ spurði ég. „Nei, það var hún frú Marc- ella, sem sarndi listann, og mið- aði við fjölskyldu sína, sem er jafnstór og fjölskylda okkar. Auðvitað tók hún tillit til lífs- venja okkar. Áætlunin er hvar- vetna fyrirmynd hvað ná- kvæmni snertir. Þú getur reitt þig á, að í venjulegu árferði, eins og núna, nema heimilisút- gjöldin nákvæmlega þessari upphæð.“ Eg leit á töluna, sem hún benti mér á. Mér blöskraði. „Margherita!" stamaði ég. „Ég hef alls ekki efni á því að eyða svona miklu á dag.“ „Ég skil það, Nino,“ sagði Margherita og brosti. „Þú álykt- ar eins og bíleigandinn sem seg- ir: „Bíllinn minn ekur 25 míl- ur á gallóni af benzíni, og þar sem gallónið kostar fjórar krón- ur þá kostar það mig sextán aura að aka hverja mílu.“ En hvað um olíuna, hjólbarðana, viðgerðirnar, skattana og vá- trygginguna? Reyndu að koma þessu inn í kollinn á þér Gio- vannino!“ Ég sá að Margherita hafði rétt fyrir sér og mér leyzt ekki á blikuna. „Þetta er hræðilegt, Marghe- rita!“ stundi ég upp. Hertogafrúin blandaði sér í málið. „Giacomino!" kallaði hún, „,skammt af koníaki!“ Giacomino færði mér koníak- ið og ég renndi úr glasinu í ein- um teyg. „Fáðu þér meira, ef þú villt, Giovannino," sagði Margherita blíðlega. „Við borgum það með Ney’ðarsjóðnum.“ „Margherita/1 sagði ég. „Frá skipulagslegu sjónarmiði er fjölskyldan eins og bátur, þar sem faðirinn rær og móðirin er við stýrið og börnin hjálpa til, svo að þau geti líka orðið ræð- arar og stýrimenn, þegar þar að kemur. Þetta er fyrirtaks skýr- greining. En þurfi ræðarinn, við hvert áratog, að hugsa um ó- kyrrðina, sem hann veldur í sjónum, hitaeiningar, sem hann brennir, súrefnismagnið, sem hann andar að sér, f jölda rauðu blóðkornanna, mismun tauga- þenslunnar, fjörefni, eggja- hvítuefni og eiturefni, hægfara úrkölkun sköflungsins, verki í mjaðmatauginni, blóðþrýsting- inn, áhrif útf jólubláu geislanna, samdráttarhreyfingar magans
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.