Úrval - 01.07.1954, Síða 92
90
trRVAL
og fötum, ljós og hita, gas,
heimilisaðstoð, skemmtanir,
ferðalög, sígarettur, námskostn-
að, frímerki, lyf, viðhald húss-
ins, sumarfrí, afborganir af lán-
um ó.s.frv. Þegar við vorum bú-
in að leggja þetta allt saman,
deildum við því með 365, til þess
að sjá hvað það væri mikið á
dag. Allt þetta fellur undir B-
flokk. — B-flokkur er í annarri
bók og þar eru liðirnir í staf-
rófsröð."
Þegar ég var búinn að blaða
lauslega gegnum B-flokkinn,
gekk alveg fram af mér.
„Settir þú þetta saman,
Margherita?“ spurði ég.
„Nei, það var hún frú Marc-
ella, sem sarndi listann, og mið-
aði við fjölskyldu sína, sem er
jafnstór og fjölskylda okkar.
Auðvitað tók hún tillit til lífs-
venja okkar. Áætlunin er hvar-
vetna fyrirmynd hvað ná-
kvæmni snertir. Þú getur reitt
þig á, að í venjulegu árferði,
eins og núna, nema heimilisút-
gjöldin nákvæmlega þessari
upphæð.“
Eg leit á töluna, sem hún
benti mér á. Mér blöskraði.
„Margherita!" stamaði ég. „Ég
hef alls ekki efni á því að eyða
svona miklu á dag.“
„Ég skil það, Nino,“ sagði
Margherita og brosti. „Þú álykt-
ar eins og bíleigandinn sem seg-
ir: „Bíllinn minn ekur 25 míl-
ur á gallóni af benzíni, og þar
sem gallónið kostar fjórar krón-
ur þá kostar það mig sextán
aura að aka hverja mílu.“ En
hvað um olíuna, hjólbarðana,
viðgerðirnar, skattana og vá-
trygginguna? Reyndu að koma
þessu inn í kollinn á þér Gio-
vannino!“
Ég sá að Margherita hafði
rétt fyrir sér og mér leyzt ekki
á blikuna.
„Þetta er hræðilegt, Marghe-
rita!“ stundi ég upp.
Hertogafrúin blandaði sér í
málið. „Giacomino!" kallaði
hún, „,skammt af koníaki!“
Giacomino færði mér koníak-
ið og ég renndi úr glasinu í ein-
um teyg.
„Fáðu þér meira, ef þú villt,
Giovannino," sagði Margherita
blíðlega. „Við borgum það með
Ney’ðarsjóðnum.“
„Margherita/1 sagði ég. „Frá
skipulagslegu sjónarmiði er
fjölskyldan eins og bátur, þar
sem faðirinn rær og móðirin er
við stýrið og börnin hjálpa til,
svo að þau geti líka orðið ræð-
arar og stýrimenn, þegar þar að
kemur. Þetta er fyrirtaks skýr-
greining. En þurfi ræðarinn, við
hvert áratog, að hugsa um ó-
kyrrðina, sem hann veldur í
sjónum, hitaeiningar, sem hann
brennir, súrefnismagnið, sem
hann andar að sér, f jölda rauðu
blóðkornanna, mismun tauga-
þenslunnar, fjörefni, eggja-
hvítuefni og eiturefni, hægfara
úrkölkun sköflungsins, verki í
mjaðmatauginni, blóðþrýsting-
inn, áhrif útf jólubláu geislanna,
samdráttarhreyfingar magans