Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 94
92
•Ú-RVAL
hann. „Hann hefur ekki sézt hér
í heilan mánuð. Við könnumst
vel við hann.“
Ég leit á peningaseðilinn og
brá heldur en ekki í brún. Seðill-
inn var svo greinilega falsaður,
að hann átti áreiðanlega ekki
sinn líka í öllum heiminum.
Fölsunin var svo blygðunarlaus,
að það var blátt áfram viðbjóð-
ur. Jafnvel iðja eins og seðla-
fölsun krefst nokkurrar vand-
virkni. Peningafalsari verður að
taka tillit til lögunar og stærð-
ar seðilsins, og hann verður að
stæla gerð hans og útlit eins vel
og honum er unnt. En seðillinn,
sem lá á búðarborðinu fyrir
framan mig var hinsvegar alveg
út í hött. Það var varla við því
að búast að slíkur þúsund líra
seðill væri metinn meira en
fimmtíu lírur. Ég rétti kaup-
manninum aftur sígaretturnar
og stakk seðlinum í vasa minn.
„Það var leitt að þér skylduð
ekki geta losað yður við hann“,
sagði maðurinn hæðnislega.
„Jæja, lífið er nú einu sinni
svona, maður verður að taka því
sem að höndum ber.“
Ég varð að ganga alla leiðina
heim, og var ekki í neinu sól-
skinsskapi þegar þangað kom.
„Gekk þetta ekki vel?“ spurði
Margherita.
„Eins og í sögu“, svaraði ég,
því að ég skammaðist mín fyrir
að játa, að ég hefði látið glepj-
ast á fölskum seðli.
„Agætt!“ sagði Margherita.
„Þá hlýtur þú að hafa losnað við
bannsettan þúsund líra seðilinn,
sem ég stakk í veskið þitt.“
Ég er ekki að tala við hálf-
vaxna græningja, heldur þrosk-
aða menn, sem þekkja hjóna-
bandið af langri reynslu. Þeir
vita að kvenfólk hefur gaman af
svona brellum. Vel uppaldar
stúlkur eru yfirleitt þeirrar
skoðunar, að eiginmenn séu
nokkurskonar tilraunadýr. Ég
fer ekki lengra út í þá sálma.
Ég lét skapið að minnsta kosti
ekki hlaupa með mig í gönur.
Ég tók seðilsfjandann upp úr
vasanum og rétti Margheritu
hann.
„Sá sem hefur svikið hann inn
á mig, skal verða að taka við
honum aftur“, sagði hún með
þjósti.
„Og hver sveik hann inn á
þig, Margherita?"
„Það veit ég ekki. Ég verzla
svo víða að það er ómögulegt
að vita það með vissu“.
I svona málum er gott að eiga
konu verkstjórans að. Hún kom
upp til okkar og Margherita
sagði henni frá vandræðum okk-
ar.
„Þú skalt fá helminginn, ef
þú getur komið honum út“.
Eftir tvo daga kom kona
verkstjórans og rétti Marghe-
ritu fallegan fimm hundruð líra
seðil. „Ég varð að fara með
hann í annan borgarhluta“,
sagði hún. „Það þekkja hann
allir í búðunum hérna í kring,
jafnvel sendisveinarnir. Nú get-