Úrval - 01.07.1954, Page 97

Úrval - 01.07.1954, Page 97
„1 BLlÐU OG STRlÐU' 95 endurtók Margherita. „Við verðum að finna eitthvert ráð við því.“ Við ræddum ítarlega nauð- syn þess að takmarka samvist- ir okkar, og loks datt okkur ráð í hug. Á húsinu okkar, sem er tvær hæðir, er ris. Þar lét ég fyrir mörgum árum innrétta litla þriggja herbergja íbúð handa mér, með svefnherbergi, baði og vinnuherbergi. Ég hélt ég gæti einbeitt mér betur við ritstörf- in í ró og næði þar uppi. En ég komst fljótt að raun um að hug- myndunum gengur illa að klifra upp stiga. Þær halda sig niður við jörðina, og það hæsta sem þær komast, er upp á aðra hæð. Ég flutti þá aftur úr einka- íbúðinni og settist að á fyrstu og annarri hæð. Ég skildi eftir þetta venjulega einskisnýta samansafn af gömlum bókum og blöðum, sem á þó sterkari ítök í okkur en hitt, sem við notum daglega. Ég sagði: „Margherita, ég ætla að flytja upp á þriðju hæð. Ég verð þar alveg út af fyrir mig. Ég borða þar og sef, og ef ég þarf að skreppa út, sem kemur ekki oft fyrir, þá hringi ég bjöllunni sex sinnum, svo að þú getir skotizt inn í búrið eða eldhúsið, og komizt þannig hjá að sjá mig þegar ég fer niður. Að því er matinn snertir, þá hringir þú bara fimm sinnum, þá læt ég körfu síga niður í stigaganginn, þegar þú ert bú- in að láta vistirnar í hana, hringir þú þrisvar sinnum og þá dreg ég hana aftur upp til mín.“ Margheritu leizt ágætlega á þetta og okkur kom saman um að byrja daginn eftir. Ég komst við þegar brott- fararstundin rann upp. Eg hafði látið farangur minn í stóra tösku og var klæddur ferðafötum. „Pabbi er að fara í ferða- lag,“ sagði Margherita við börnin. „Hann fer í verzlunar- erindum og verður í burtu í mánuð eða meira. Kveðjið þið hann nú og lofið að vera góð börn.“ „Ef þig vanhagar um eitt- hvað, þá hringir þú til mín eða sendir mér línu,“ sagði ég við Margheritu. Svo tók ég töskuna og gekk að stiganum. „Skemmtu þér vel!“ kallaði Albertino. í sömu andrá kom Hertoga- frúin með regnhlífina mína og hengdi hana á handlegginn á mér. Ég gekk hægt upp stigann, og þegar ég var kominn upp á þriðju hæð, teygði ég mig yf- ir riðið og veifaði til þeirra, sem voru niðri. Síðan tvílæsti ég dyrunum á eftir mér og fannst ég vera að minnsta kosti fimmtíu mílur frá heimili mínu. Ég tók farangurinn upp
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.