Úrval - 01.07.1954, Page 99

Úrval - 01.07.1954, Page 99
„1 BLÍÐU OG STRlÐU' 97 „Verður þú lengi í burtu?“ spurði hún áður en hún fór. „Það fer eftir því hvernig mér gengur,“ svaraði ég. Hálftíma seinna lét ég dótið mitt ofan í töskuna og fór nið- ur á neðstu hæðina. „Halló pabbi er kominn!“ hrópaði Albertino þegar hann sá mig. „Og ferðin hefur gengið vel?“ sagði Margherita, með ánægjuhreim í röddinni. „Og þú hefur týnt regnhlíf- inni þinni eins og vant er,“ sagði Hertogafrúin glettnislega. Símaþjónusta. Hvenær sem einhver biður mig að gera eitthvað fyrir sig eða býður mér heim, er mér ómögulegt að segja nei enda þótt ég hafi hvorki getu né tíma til þess að vinna verkið eða taka boðinu. Það er ókurt- eisi að neita, og af tvennu illu vil ég heldur vera talinn svik- ull en ókurteis. Margherita leit þessa framkomu lengi óhýru auga, og ég get ekki álasað henni fyrir það, því að hún varð að svara í símann og gefa skýringu á því hversvegna ég kom ekki á tilsettum tíma. Hún hafði þann sið að segja að ég væri farinn til Rómaborgar, Bologne eða Torino, eða til ein- hverrar annarrar borgar álíka langt í burtu. En einn góðan veðurdag urðu heldur en ekki endaskipti á hlutunum. Þegar síminn hringdi, komst hún öll í upp- nám og sagði við mig: „Þú verður að svara, Nino. Ef það er María, skaltu segja henni að ég hafi farið til frænku minnar, sem liggur fyrir dauð- anum.“ Þetta var upphafið á skæð- um veikindafaraldi í fjölskyldu Margheritu. Eg varð alltaf að svara í símann, jafnvel þegar spurt var eftir mér sjálfum, því að það var ómögulegt að vita fyrirfram hvort símtalið væri til Margheritu eða mín. Eg reyndi að tala með skrækri rödd, sem hvorki líktist minni rödd né konunnar. Af þessu leiddi að margir kunningjar okkar héldu að við hefðum vinnukonu. Símaþjónusta mín varð stöð- ugt erfiðari, af því að ég þurfti bæði að svara fyrir mig og Margheritu. Þetta lagaðist þó einn morgun, þegar ég gerði verkfall, og Margherita svaraði í símann og sagði með bassa- rödd, að bæði húsbóndi hennar og húsmóðirin hefðu farið til Monza. Að vísu var staðarvalið ekki sem ákjósanlegast, en bassaröddin var ágæt, og fólk hlaut að draga þá ályktun af henni að við hefðum ekki aðeins vinnukonu, heldur líka þjón. Þegar ég var staddur úti í bæ í gær, hringdi ég til konunnar minnar, og hún svaraði mér með bassarödd. „Þetta er ég“, svaraði ég. En karlmannsrödd Marghe-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.