Úrval - 01.07.1954, Síða 106
104
ÚRVAL
Margherita við Carletto. —
Carletto hafði alls ekki tekið
eftir henni og nú reyndi hann að
afsaka sig.
„Mér er alveg sama um það“,
sagði Margherita. „Nú er kött-
urinn aðalatriðið. Telpan deyr úr
sorg ef við finnum hann ekki.“
Ég benti henni á köttinn, þar
sem hann sat við vegarbrúnina.
Það var engu líkara en að hon-
um dauðleiddist, og svipur hans
bar vott um svo mikið afskipta-
leysi, að það var eins og þessi
harmleikur kæmi honum ekkert
við.
Margherita andvarpaði.
„Við erum að minnsta kosti
komin öll í leitirnar. Og það er
mest um vert.“
„Næstum öll“, skaut Carletto
inn í. „Eg get ekki komið auga
á Al.“
Og það var rétt. A1 sást
hvergi.
„Fór hann ekki í þinn bíl?“
spurði ég Carletto.
Carletto baðaði út höndunum.
„Ég veit ekki neitt“, stamaði
hann. „Eg veit það eitt, að ég
vil ekki sjá köttinn."
„Jæja þá“, svaraði ég. „Taktu
farþegana þrjá, nema Hertoga-
frúna, og haltu svo áfram þang-
að til þú ert kominn alla leið.“
Carletto ók af stað með Marg-
heritu og Albertino og stefndi
í áttina til Cremona, en ég og
Hertogafrúin urðum eftir.
„Þetta er alls ekki langt“,
sagði ég, „ekki nema fjörutíu
mílur. Ég skal aka hægt, svo að
þú og kötturinn getið fylgt mér
eftir.“
Ég ók af stað, Hertogafrúin
hljóp við fót eftir veginum og
kötturinn rak lestina. Loks fór
telpan að þreytast.
„Ég fer upp í bílinn“, sagði
hún. „Farðu eins hægt og áður,
svo að kötturinn dragist ekki
aftur úr.“
Eg ók hægt, og kötturinn
skokkaði á eftir bílnum. Þá var
kallað til mín úr veitingahúsi,
sem stóð við veginn. Það var Al.
Hann sat þarna yfir rauðvíns-
glasi, og ég sagði honum að fara
upp í bílinn.
„Nei“, sagði hann. „Ég er að
bíða eftir strætisvagninum. Ég
á konu, börn og hund heima.“
Eg lokaði glugganum og setti
vélina í gang, en í sömu andrá
heyrði ég hvæs, svo að ég sá
mér þann kost vænstan að
sleppa gírstönginni. Kötturinn
braust um í fangi Hertogafrú-
arinnar, sem sat við hliðina á
mér.
„TJt með þig!‘ sagði ég við
hann, og opnaði dyrnar. En
hann hreyfði sig ekki.
Ég lokaði dyrunum og ók af
stað. Hann hvæsti dálitla stund,
en klóraði ekki, og loks hætti
hann líka að hvæsa og ferðin
gekk ágætlega eftir það.
Þegar við komum á áfanga-
staðinn, gátum við með engu
móti komið kettinum út úr
bílnum. Hann steinsvaf og við
urðum að færa honum mat út
í bílskúrinn. Að lokum hætti