Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 106

Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 106
104 ÚRVAL Margherita við Carletto. — Carletto hafði alls ekki tekið eftir henni og nú reyndi hann að afsaka sig. „Mér er alveg sama um það“, sagði Margherita. „Nú er kött- urinn aðalatriðið. Telpan deyr úr sorg ef við finnum hann ekki.“ Ég benti henni á köttinn, þar sem hann sat við vegarbrúnina. Það var engu líkara en að hon- um dauðleiddist, og svipur hans bar vott um svo mikið afskipta- leysi, að það var eins og þessi harmleikur kæmi honum ekkert við. Margherita andvarpaði. „Við erum að minnsta kosti komin öll í leitirnar. Og það er mest um vert.“ „Næstum öll“, skaut Carletto inn í. „Eg get ekki komið auga á Al.“ Og það var rétt. A1 sást hvergi. „Fór hann ekki í þinn bíl?“ spurði ég Carletto. Carletto baðaði út höndunum. „Ég veit ekki neitt“, stamaði hann. „Eg veit það eitt, að ég vil ekki sjá köttinn." „Jæja þá“, svaraði ég. „Taktu farþegana þrjá, nema Hertoga- frúna, og haltu svo áfram þang- að til þú ert kominn alla leið.“ Carletto ók af stað með Marg- heritu og Albertino og stefndi í áttina til Cremona, en ég og Hertogafrúin urðum eftir. „Þetta er alls ekki langt“, sagði ég, „ekki nema fjörutíu mílur. Ég skal aka hægt, svo að þú og kötturinn getið fylgt mér eftir.“ Ég ók af stað, Hertogafrúin hljóp við fót eftir veginum og kötturinn rak lestina. Loks fór telpan að þreytast. „Ég fer upp í bílinn“, sagði hún. „Farðu eins hægt og áður, svo að kötturinn dragist ekki aftur úr.“ Eg ók hægt, og kötturinn skokkaði á eftir bílnum. Þá var kallað til mín úr veitingahúsi, sem stóð við veginn. Það var Al. Hann sat þarna yfir rauðvíns- glasi, og ég sagði honum að fara upp í bílinn. „Nei“, sagði hann. „Ég er að bíða eftir strætisvagninum. Ég á konu, börn og hund heima.“ Eg lokaði glugganum og setti vélina í gang, en í sömu andrá heyrði ég hvæs, svo að ég sá mér þann kost vænstan að sleppa gírstönginni. Kötturinn braust um í fangi Hertogafrú- arinnar, sem sat við hliðina á mér. „TJt með þig!‘ sagði ég við hann, og opnaði dyrnar. En hann hreyfði sig ekki. Ég lokaði dyrunum og ók af stað. Hann hvæsti dálitla stund, en klóraði ekki, og loks hætti hann líka að hvæsa og ferðin gekk ágætlega eftir það. Þegar við komum á áfanga- staðinn, gátum við með engu móti komið kettinum út úr bílnum. Hann steinsvaf og við urðum að færa honum mat út í bílskúrinn. Að lokum hætti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.