Úrval - 01.07.1954, Síða 107
„1 BLlÐU OG STRlÐU'
105
hann þessu setu-verkfalli, en þó
ekki fyrr en hann var orðinn
viss um að við yrðum þarna um
kyrrt. Þá varð hann aftur vina-
legasti köttur í heimi, og ef
einhverjum varð það á að stíga
ofan á skottið á honum, var
mjálm hennar svo blítt að það
var eins og það kæmi frá öðr-
um hnetti.
Afmæliskakan.
Vinnukonan spurði hvort hún
mætti fara að hátta.
„Þér er það alveg óhætt,“
sagði Margherita. „Það er allt
að verða tilbúið."
„En kakan og kertin?“
spurði Hertogafrúin.
„Það er allt í lagi,“ sagði ég.
„Eg fer út í bæ í fyrramálið
og kaupi hana.
„Það er óþarfi,“ sagði Marg-
herita. „Ég ætla að baka kök-
una.“
Það var auðheyrt á röddinni,
að hún meinti það sem hún
sagði, og bæði börnin hvítn-
uðu.
„En ef þú þreytir þig á
bakstrinum og færð svo höfuð-
verk, þá leiðist mér það,“ sagði
Hertogafrúin.
„Ég skal ekki kvarta. Þegar
við erum búin að drekka kaff-
ið, farið þið strax í rúmið, og
ég byrja að baka.“
„Það er alltaf sama sagan,“
sagði Hertogafrúin. „Eg er
alltaf svikin á afmælinu mínu.
Keyptirðu kannski ekki köku
handa Albertino?“
„Jú, en þín verður heima-
bökuð! Og þú ættir að skamm-
ast þín fyrir að meta ekki um-
hyggju mína meira en þetta.“
„Ég borða ekki umhyggju
þína; ég borða kökuna!“ læddi
Hertogafrúin út úr sér.
„Ég á uppskrift af sérstak-
lega góðri köku,“ sagði hún.
„Kakan er dúnmjúk, og það er
engin feiti í henni, sem gerir
flestar kökur ómeltanlegar. Það
er ekkert í henni nema egg og
sykur og ofurlítið af gerdufti.“
Margherita hefði átt að
sleppa eggjunum, sykrinum og
gerduftinu, til þess að kakan
yrði reglulega; auðmelt. Það er
ekki svo að skilja að Margher-
ita baki slæmar kökur. Þær eru
blátt áfram óætar. Ástæðan er
sú, að hún bakar alveg á sama
hátt og hún hugsar, þræðir
leiðir hinnar sérstöku rökvísi
sinnar og kemst þannig að hin-
um rökfræðilega órökvísustu
niðurstöðum sem hugsast getur.
Egg, hveiti, sykur. Marghe-
rita byrjar með þeim ásetningi
að fylgja uppskriftinni og þeyt-
ir saman sykurinn og eggin. En
svo stenzt hún ekkiþáfreistingu
að þynna eggjasykurblönduna
með nokkrum dropum af sherry.
Við það verður blandan of þunn
og hún bætir í hana ögn af
muldum, rauðum pipar til þess
að gera hana þykkri og lætur
hana svo fara gegnum græn-
metissíu.
Margherita hamaðist við að