Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 107

Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 107
„1 BLlÐU OG STRlÐU' 105 hann þessu setu-verkfalli, en þó ekki fyrr en hann var orðinn viss um að við yrðum þarna um kyrrt. Þá varð hann aftur vina- legasti köttur í heimi, og ef einhverjum varð það á að stíga ofan á skottið á honum, var mjálm hennar svo blítt að það var eins og það kæmi frá öðr- um hnetti. Afmæliskakan. Vinnukonan spurði hvort hún mætti fara að hátta. „Þér er það alveg óhætt,“ sagði Margherita. „Það er allt að verða tilbúið." „En kakan og kertin?“ spurði Hertogafrúin. „Það er allt í lagi,“ sagði ég. „Eg fer út í bæ í fyrramálið og kaupi hana. „Það er óþarfi,“ sagði Marg- herita. „Ég ætla að baka kök- una.“ Það var auðheyrt á röddinni, að hún meinti það sem hún sagði, og bæði börnin hvítn- uðu. „En ef þú þreytir þig á bakstrinum og færð svo höfuð- verk, þá leiðist mér það,“ sagði Hertogafrúin. „Ég skal ekki kvarta. Þegar við erum búin að drekka kaff- ið, farið þið strax í rúmið, og ég byrja að baka.“ „Það er alltaf sama sagan,“ sagði Hertogafrúin. „Eg er alltaf svikin á afmælinu mínu. Keyptirðu kannski ekki köku handa Albertino?“ „Jú, en þín verður heima- bökuð! Og þú ættir að skamm- ast þín fyrir að meta ekki um- hyggju mína meira en þetta.“ „Ég borða ekki umhyggju þína; ég borða kökuna!“ læddi Hertogafrúin út úr sér. „Ég á uppskrift af sérstak- lega góðri köku,“ sagði hún. „Kakan er dúnmjúk, og það er engin feiti í henni, sem gerir flestar kökur ómeltanlegar. Það er ekkert í henni nema egg og sykur og ofurlítið af gerdufti.“ Margherita hefði átt að sleppa eggjunum, sykrinum og gerduftinu, til þess að kakan yrði reglulega; auðmelt. Það er ekki svo að skilja að Margher- ita baki slæmar kökur. Þær eru blátt áfram óætar. Ástæðan er sú, að hún bakar alveg á sama hátt og hún hugsar, þræðir leiðir hinnar sérstöku rökvísi sinnar og kemst þannig að hin- um rökfræðilega órökvísustu niðurstöðum sem hugsast getur. Egg, hveiti, sykur. Marghe- rita byrjar með þeim ásetningi að fylgja uppskriftinni og þeyt- ir saman sykurinn og eggin. En svo stenzt hún ekkiþáfreistingu að þynna eggjasykurblönduna með nokkrum dropum af sherry. Við það verður blandan of þunn og hún bætir í hana ögn af muldum, rauðum pipar til þess að gera hana þykkri og lætur hana svo fara gegnum græn- metissíu. Margherita hamaðist við að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.