Úrval - 01.07.1954, Síða 108
106
■Orval
hræra kökuna í þrjá stundar-
fjórðunga. Síðan rétti hún mér
kökumótið, sem var barmafullt
af einhverju ljósgulu sulli, og
lagði mér lífsregluna.
„Settu það inn í ofninn og
rektu tannstöngul í deigið öðru
hvoru. Þegar ekkert loðir við
tannstöngulinn, er kakan bök-
uð, og þá átt þú að taka hana
úr ofninum og láta hana kólna.
Svo getur þú skreytt hana með
ofurlítilli hugkvæmni og dá-
litlu af þeyttum rjóma; síðan
lætur þú kerti á hana og setur
hana inn í ísskápinn."
Hún fór að hátta, en ég sett-
ist við ofninn til þess að fylgj-
ast með kökunni. Ég opnaði
ofninn annað veifið og stakk
tannstönglinum í kökuna. Kak-
an tók engum breytingum í
fyrstu, en síðar varð hún gul-
brún á litinn, blés upp og féll
svo aftur. Tannstöngullinn
brotnaði, þegar ég stakk hon-
um í hana, því að skorpan var
svo hörð. Ég rak þá nagla í
kökuna, en deigið loddi við
hann, og ég skellti ofnin-
um aftur. I sama bili birtust
Hertogafrúin og Albertino í
dyragættinni.
„Hvernig gengur með kök-
una?“ spurði Hertogafrúin.
„Hún er ekki fullbökuð,"
svaraði ég.
„Hvernig lítur hún út?“
spurði Albertino.
„Ég veit það ekki. Hún er
ekkí búin að fá á sig endan-
lega lögun.“
Við biðum í tíu mínútur, en
gægðumst þá inn í ofninn.
Kakan hafði fallið ennþá meira,
og naglinn komst varla inn úr
skorpunni. En nú loddi ekkert
við hann. Kakan var bökuð.
Ég tók mótið og setti það á
eldhúsborðið.
Síðan settum við kökuna í
ísskápinn og eftir stutta stund
var hún orðin köld. Svo tók-
um við hana aftur út úr ís-
skápnum og hvolfdum mótinu
yfir eldhúsborðið. Kakan losn-
aði úr mótinu og datt niður á
borðið. Það glumdi í henni
líkt og trékubb. Hún var gul
á litin og um þumlungur á
hæð, en við gátum aukið á hæð-
ina með því að teygja hana dá-
lítið. Við störðum þögul á kök-
una, sem átti að verða mýksta
og auðmeltasta afmæliskaka í
heimi.
„Aumingja mamma!" sagði
Hertogafrúin með tárin í aug-
unum.
„Ekki þýðir að gráta orðinn
hlut,“ sagði ég. „Við skulum
taka til okkar ráða. Og munið
að við erum ekki aðeins að
berjast fyrir kökunni, heldur
fyrir heiðri móður ykkar.“
Ég setti kökuna aftur inn í
ofninn og lét hana dúsa þar
þangað til hún var orðin eins
hörð og tvíbaka. Þvínæst mal-
aði ég hana í kjötkvörninni og
blandaði duftið sem úr kvörn-
inni kom með sætu víni. Afleið-
ingin varð grautur, sem mér
leizt engan veginn á. Ég bætti