Úrval - 01.07.1954, Page 110

Úrval - 01.07.1954, Page 110
108 ÚRVAL en móttakandinn lét engin áhrif hafa á sig, enda þótt hún hljóti að hafa verið himinlif- andi yfir henni. Hún tók hverri gjöf með frábærri stillingu, og var fáorð, þegar hún lét í ljós álit sitt: „Mjög snoturt!" eða „Mjög fallegt!" Margheritu gramdist þessi dauðyflisháttur. „Fólk hefur lagt á sig mikla fyrirhöfn til þess að geta gefið þér fallegar gjafir, en þú læt- ur ekki einu sinni svo lítið að brosa!“ Hertogafrúnni brá ekki hið minnsta. „Fólk gefur alltaf gjafir sem það langar í sjálft,“ sagði hún. „Látum það brosa!“ Þegar við héldum að allar gjafirnar væru komnar, var komið með stóran trékassa, sem við gátum ekki opnað nema með hamri og naglbít. Þegar búið var að taka umbúðirnar utan af hlutnum, kom í ljós að þetta var ljósgult reiðhjól. „Nú hlýtur hún að missa stjórn á sér“, hugsuðum við með okkur. En það eina sem hún sagði, þegar hún settist aftur í stólinn, var þetta: „Er það Legano? Er bjalla á því ?“ Albertino svaraði með því að láta heyrast í bjöllunni. „Gott“, sagði Hertogafrúin gersamlega áhugalaus. Þetta virtist ætla að verða síðasta gjöfin. Hertogafrúin sat kyrr í hægindastólnum og sagði ein- stöku sinnum orð og orð við þá sem viðstaddir voru. Orðin voru stutt og strjál, það var eins og þau kæmu ofan af átjándu hæð, liðu niður eins og sölnað lauf á haustdegi. Enn var dyra- bjöllunni hringt ogAlbertino fór fram. Eftir andartak kom hann aftur inn, og dró á eftir sér kassa, sem var á stærð við kassann sem reiðhjólið hafði verið í. Albertino gekk berserks- gang við að opna kassann og innan skamms lágu brotin úr honum úti um allt gólf. I kassan- um var eitthvert verkfæri, grænt á lit, sem enginn vissi í fyrstu hvað var. Það var ekki fyrr en ég hafði athugað það betur að mér skildist til hvers það væri ætlað. „I hamingju bænum, hvað getur þetta verið?“ spurði Margherita. „Þetta er vél til þess að setja tappa í flöskur," sagði ég. „Ég skil bara ekki hvernig fólki getur dottið í hug að gefa svona hlut.“ Margherita varð bálreið. „Þetta gæti verið saklaust gaman, ef fullorðið fólk ætti í hlut,“ sagði hún. „En að gera lítilli stúlku þetta á svona há- tíðisdegi, það er ekki aðeins heimskulegt, það er skepnu- skapur. I guðsbænum, gerðu eitthvað! Reyndu að skýra það fyrir henni að þetta séu mis- tök. Veiztu ekki hvað hún er viðkvæmt barn? Það hljóta að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.