Úrval - 01.07.1954, Page 111

Úrval - 01.07.1954, Page 111
„1 BLlÐU OG STRlÐU' 109 vera pólitískir óvinir þínir sem bera ábyrgð á þessu athæfi. Hver veit hvort barnið nær sér nokkurn tíma eftir þetta. Við verðum að gera eitthvað og það strax.“ Eg var fús til þess, en það var of seint. Hertogafrúin stóð fyrir framan vélarskömmina og athugaði hana nákvæmlega. „Til hvers er þetta?“ spurði hún áfjáð. „Hvað ?“ „Þessi vír með innsiglinu." „Það er trygging fyrir því að vélin sé splunkuný. Það merk- ir að enginn hefur fiktað við hana eftir að hún var reynd í verksmiðjunni.“ „Hvernig vinnur hún?“ Ég rauf innsiglið. „Maður lyftir þessari stöng og setur korktappa í þetta gat, svo þrýstir maður stönginni niður, þá er tappinn kominn í flöskuna." „Getur svona stór tappi kom- izt í venjulegan flöskustút?" spurði hún undrandi. „Mér þætti gaman að sjá það.“ Ég gáði í skúffuna í eldhús- borðinu og fann nokkra nýja tappa. Svo sótti ég þrjár tóm- ar flöskur niður í kjallara. Ég kom flöskunni fyrir í vélinni, setti korktappa í gatið og þrýsti á stöngina. Fram að þessu hafði Hertogafrúin ver- ið hátíðleg og afskiptalaus. En þegar hún sá að tappinn komst raunverulega í stútinn, brá henni sýnilega, og hún bað mig að reyna við aðra flösku. „Er það erfitt?“ spurði hún æst. „Barnaleikur,“ svaraði ég og sýndi henni hvernig hún átti að fara að. Og hún rak tappann í þriðju flöskuna hjálparlaust. „Ég vil fá fleiri! “ sagði hún. Ég sendi eftir fimm hundruð töppum og lét sækja tvö hundr- uð tómar vínflöskur niður í kjallarann. Akafi hennar óx með hverjum tappa, og þegar hún var búin með tuttugu flöskur, réði hún sér ekki fyrir kæti. Albertino og hin börnin réttu Hertogafrúnni flöskur og tappa, en sjálf stóð hún við vélina og vann verkið. Allt í einu hringdi síminn. „Það er maðurinn, sem kom með vélina,“ sagði Margherita. „Hann segist hafa farið með hana í rangt hús og hann er að koma að sækja hana. En hann kemur með þríhjól eða eitthvað annað sem átti að sendast hingað.“ Ég tók við símanum af henni. „Nei,“ sagði ég. „Þetta er allt í lagi. Ef maðurinn sem átti að fá tappavélina vill ekki þríhjólið í staðinn, þá skal ég senda honum aðra vél innan fárra daga!“ Eftir hálftíma hringdi ein- hver maður, sem var ákaflega æstur. „Ég pantaði þessa tappa- vél,“ æpti hann, „og ég vil fá hana strax.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.