Úrval - 01.07.1954, Side 112

Úrval - 01.07.1954, Side 112
110 TJRVAL „Þér skuluð fá nákvæmlega eins vél á morgun. Litlu stúlk- unni minni þykir svo gaman að þessari, hún fór í fyrsta skipti til altaris í dag.“ „Hvað kemur altarisganga þessu við?“ hrópaði maðurinn. „Ég kæri yður fyrir lögregl- unni.“ Margherita þreif símann. „Þér ættuð að skammast yð- ar fyrir framkomu yðar á þess- ari hátíðlegu stund! Ef þér er- uð guðleysingi, kommúnisti eða prestahatari, þá ættuð þér að velja eitthvert annað heimili þegar yður langar til að fjand- skapast út í kirkju og kristni.“ Hún þagnaði, hlustaði á svar hans, lagði svo heyrnartækið á. „Hverju svaraði hann?“ spurði ég. „Hann sagðist vera prestur í einni af nágrannasóknunum. Það slumaði strax í honum. Hann hlýtur að hafa séð að af- staða hans var óverjandi." Við héldum áfram að reka tappa í flöskur þangað til seint um kvöldið, en þá var engin tappalaus flaska eftir í hús- inu. Eg veit ekki hvernig þau hafa farið að því, en einhvern- veginn tókst þeim líka að reka tappa í hlaupin á tvíhleyp- unni minni. Áður en ég fór að hátta leit ég inn í herbergi Hertogafrúarinnar. Hún var steinsofandi, en vélin stóð við fótagaflinn á rúminu og hún hafði lagt hvíta kjólinn sinn á hana. Ég laut yfir hana og hvísl- aði: „Þegar þú giftist, ætla ég- að gefa þér rennibekk eða. steypuhrærivél." Og hún hlýt- ur að hafa skilið mig, því að það færðist bros yfir varir hennar. Jólagjöf handa fullorðnum dreng. „Gleymdu nú ekki jólagjöf- unum,“ sagði Margherita, þeg- ar ég var að leggja af stað til Milano. „Og mundu eftir því að velja þær vel.“ „Eg skal reyna að gera börn- in ánægð,“ sagði ég. „Úr því að þú ert að kaupa gjafir á annað borð, Giovannino, þá geturðu líka keypt gjöfina sem ég ætla að gefa þér. I fyrsta lagi ertu gæddur meiri hugkvæmni en ég, og í öðru lagi veiztu bezt sjálfur hvað þig langar í.“ „Heyrðu, Margherita,“ mót- mælti ég, „hvaða vit er í því að ég gefi mér sjálfur gjöf?“ „Þú gefur þér hana alls ekki sjálfur! Hún er frá mér, en þú velur hana fyrir mig.“ Mér fannst letin í Marghe- ritu vera farin að ganga nokk- uð langt. „Jæja, ég fæ þá enga gjöf frá þér. Þetta er útrætt mál.“ „Hvað ertu að segja!“ sagði Margherita. „Ef þú vilt ekki þiggja gjöfina frá mér, þá get- ur þú auðvitað hafnað henni.“ Það var tilgangslaust að vera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.