Úrval - 01.07.1954, Page 114
112
tíR VAL
>yÉg cetla aö icaupa þetta
handa honum líka. Hann hefur
,áreiöanlega gaman af svona vit-
leysu.“
Þegar Margherita væri búin
að kaupa kubbana, mundi hún
ekki hugsa meira um jólagjafir.
Nema ef hún tæki eftir litlu
þrýstiloftsflugvélinni og dytti í
hug, að vel gæti verið að mig
hefði lengi langað að eignast
hana, þó að ég færi dult með
það. Og þá mundi hún áreiðan-
lega kaupa hana.
Á jóladagsmorgun fórum við
inn í herbergið, þar sem jóla-
tréð stóð. Jólabögglarnir lágu á
gólfinu kringum tréð og nafn
viðtakanda var skrifað á hvern
böggul. Margherita fékk stóra
öskju og varð ákaflega glöð
þegar hún opnaði hana. En svo
spurði hún allt í einu:
„Hvar er þín? Fékkstu enga?“
„Ef þú hefur gefið mér það
sem þú lofaðir, þá hlýtur það
að vera hérna einhversstaðar."
Og Hertogafrúnni varð ekki
skotaskuld úr því að finna bögg-
ulinn.
Margherita iðaði í skinninu af
forvitni.
„Hvað gaf ég þér?“ hrópaði
hún.
„Hvernig ætti ég að vita
það?“ svaraði ég. „Við skulum
opna böggulinn og sjá.“
Við opnuðum böggulinn, og í
honum var ljómandi fallegt
vasaútvarp, plastkubbar og lítil
þrýstiloftsflugvél.
„Fékkstu það, sem þig langaði
í ?“
„Nákvæmlega. Þú hittir nagl-
ann á höfuðið!“
Vinir mínir gátu ekki leynt
undrun sinni yfir plastkubbun-
um og flugvélinni.
„Er þetta handa Giovann-
ino?“ spurðu þeir.
„Auðvitað“, sagði Marghe-
rita. „Þið skiljið það ekki“,'
bætti hún við, „nema þið þekkið
hann eins vel og ég ...“
o-o-o
JZ~ A J Ritstjóri: GIsli Ölafsson, Leifsgötu 16. Af-
U £\. V f\. Þ greiSsla Tjamargötu 4, pósthólf 365, Reykjavík.
Kemur út átta sinnum á ári. Verð kr. 10.00 hvert hefti í lausasölu.
Áskriftarverð 70 kr. á ári. Utanáskrift tímaritsins er: tJrval, póst-
hólf 365, Reykjavík.
OTGEPANDI : STEINDÓRSPRENT H.F.