Úrval - 01.06.1955, Side 7

Úrval - 01.06.1955, Side 7
HUG-LEIÐINGAR Á 150 ÁRA AFMÆLI H. C. ANDERSENS 5 Ýmsir munu í dag reiðubúnir að snúa þessu við. En án til- lits til þeirra erfiðleika, sem á því eru að finna mælikvarða, er hæfi báðum, er líklega rétt að láta þennan dóm hans standa. Hann hefur sjálfur heyrt mun- inn á brotnum hljóminum í hinni frábæru augnablikslist sjálfs sín og hinum langd.ræga málmhljómi hjá skáldi Þórs og Helgu. Við finnum sífellt fersk- an og óvæntan unað í verkum Andersens, bæði fyrir tilfinn- ingarnar og ekki sízt fyrir skynsemina, en hafi maður horft stundarlangt í töfraspegil Andersens og lesi maður síðan eina síðu í verkum Oehlen- schlægers, þá er eins og tilver- an verði heil aftur, við finnum aftur fasta jörð undir fótum og lungun fyllast lofti. í þessum hverfula og sí- kvika anda bjuggu hæfileikar, sem stóðu. af sér alla storma. Kvartandi og sífellt í kröggum samdi hann sögur, sem skipa sess meðal snilldarverka heims- bókmenntanna. Mest er jafnvægið og kætin auðvitað í þeim sögum, sem næst standa þjóðsöguævintýr- unum, eins og í Litla Kláusi og stóra Kláusi, Nýju fötunum keisarans og Eldfœrunum. En einnig í þeim sem eru frjáls og óháður skáldskapur tekzt hon- um stundum að slá á strengi endurleysandi kæti — t. d. í Álfliól, Flónni og prófessornum og Tötrunum. Á gæfustundum sínum hefur snilli hans tekizt að skapa frábær verk á sviði skoplistar. Ég nefni sem dæmi Snigilinn og rósviöinn og Garö- yrkjumanninn og húsbœndurna, þar sem hann gefur loksins, 65 ára gamall, spegilskýra og sár- beitta skopmynd af heldra fólk- inu og listamanni þess: ,, . . . „Það tókst ekki í sum- ar, Larsen minn!“ — Þau voru hróðug að geta sagt: „Það tókst ekki í sumar!“ . . . „Hann er gæfumaður; við verðum líkast til að vera upp með okkur af honum!“ En þau voru alls ekki upp með sér af honum! Þau fundu, að þau voru húsbænd- ur, þau gátu sagt Larsen upp vistinni, en þau gerðu það ekki, þetta voru gæðahjón, og margt er gæðafólkið þeim líkt, og það er ánægjulegt fyrir sérhvern Larsen". — Þetta getur maður kallað skop, sem segir sex! Hámarki sínu nær skoplist hans í hinu sígiida ævintýri Skugginn; það er undursam- legt í frásagnarsnilld sinni og sönn fró fyrir hugann. Sem táknmynd er það gert af meira listfengi og leynir meira á sér en snigillinn og garðyrkjumað- urinn; það er yfirleitt ekki af því tagi, sem auðvelt er að þýða. En þungamiðjan í þess- ari mynd er ekki fjarri þunga- miðju sjálfs stéttaþjóðfélags- ins: annar hugsar, hinn stjórn- ar, annar vinnur og hinn nýtur arðsins af vinnunni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.