Úrval - 01.06.1955, Side 7
HUG-LEIÐINGAR Á 150 ÁRA AFMÆLI H. C. ANDERSENS
5
Ýmsir munu í dag reiðubúnir
að snúa þessu við. En án til-
lits til þeirra erfiðleika, sem á
því eru að finna mælikvarða, er
hæfi báðum, er líklega rétt að
láta þennan dóm hans standa.
Hann hefur sjálfur heyrt mun-
inn á brotnum hljóminum í
hinni frábæru augnablikslist
sjálfs sín og hinum langd.ræga
málmhljómi hjá skáldi Þórs og
Helgu. Við finnum sífellt fersk-
an og óvæntan unað í verkum
Andersens, bæði fyrir tilfinn-
ingarnar og ekki sízt fyrir
skynsemina, en hafi maður
horft stundarlangt í töfraspegil
Andersens og lesi maður síðan
eina síðu í verkum Oehlen-
schlægers, þá er eins og tilver-
an verði heil aftur, við finnum
aftur fasta jörð undir fótum og
lungun fyllast lofti.
í þessum hverfula og sí-
kvika anda bjuggu hæfileikar,
sem stóðu. af sér alla storma.
Kvartandi og sífellt í kröggum
samdi hann sögur, sem skipa
sess meðal snilldarverka heims-
bókmenntanna.
Mest er jafnvægið og kætin
auðvitað í þeim sögum, sem
næst standa þjóðsöguævintýr-
unum, eins og í Litla Kláusi og
stóra Kláusi, Nýju fötunum
keisarans og Eldfœrunum. En
einnig í þeim sem eru frjáls og
óháður skáldskapur tekzt hon-
um stundum að slá á strengi
endurleysandi kæti — t. d. í
Álfliól, Flónni og prófessornum
og Tötrunum. Á gæfustundum
sínum hefur snilli hans tekizt
að skapa frábær verk á sviði
skoplistar. Ég nefni sem dæmi
Snigilinn og rósviöinn og Garö-
yrkjumanninn og húsbœndurna,
þar sem hann gefur loksins, 65
ára gamall, spegilskýra og sár-
beitta skopmynd af heldra fólk-
inu og listamanni þess:
,, . . . „Það tókst ekki í sum-
ar, Larsen minn!“ — Þau voru
hróðug að geta sagt: „Það tókst
ekki í sumar!“ . . . „Hann er
gæfumaður; við verðum líkast
til að vera upp með okkur af
honum!“ En þau voru alls ekki
upp með sér af honum! Þau
fundu, að þau voru húsbænd-
ur, þau gátu sagt Larsen upp
vistinni, en þau gerðu það ekki,
þetta voru gæðahjón, og margt
er gæðafólkið þeim líkt, og það
er ánægjulegt fyrir sérhvern
Larsen". — Þetta getur maður
kallað skop, sem segir sex!
Hámarki sínu nær skoplist
hans í hinu sígiida ævintýri
Skugginn; það er undursam-
legt í frásagnarsnilld sinni og
sönn fró fyrir hugann. Sem
táknmynd er það gert af meira
listfengi og leynir meira á sér
en snigillinn og garðyrkjumað-
urinn; það er yfirleitt ekki af
því tagi, sem auðvelt er að
þýða. En þungamiðjan í þess-
ari mynd er ekki fjarri þunga-
miðju sjálfs stéttaþjóðfélags-
ins: annar hugsar, hinn stjórn-
ar, annar vinnur og hinn nýtur
arðsins af vinnunni.