Úrval - 01.06.1955, Síða 9

Úrval - 01.06.1955, Síða 9
SKUGGINN. Ævintýri eftir H. C. Andersen. 1 þýðingu Steingríms Thorsteinssonar. ]t/fIKILL er sólarbruninn í heitu löndunum, það má nú segja. Hörund manna verður þar dumbrautt og alveg eins og rauðviður, og þar sem er allra heitast, brennast menn svo mjög af sólinni, að þeir verða svertingjar. En það var nú samt til þessara heitu landa, sem maður nokkur lærður var kom- inn frá köldu löndunum. Hann hélt sem sé, að hann gæti ver- ið þar á gangi út um allt, eins og heima í hans eigin landi, en hann vandist fljótt af því. Hann varð, eins og hver annar heilvita maður, að kúra inni. 'Gluggahlerum og dyrum var lokað liðlangan daginn, það var eins og húsið allt væri í fasta svefni eða enginn væri heima. Það hagaði nú líka svo til í mjóstrætinu með háu húsun- um, þar sem hann hafði leigt sér herbergi, að sólin hlaut að skína þar á frá morgni til kvölds; það veit hamingjan, að það var óþolandi. Lærða mann- inum frá köldu löndunum, sem var ungur að aldri og vel gef- inn að vitsmunum, þótti sem hann sæti í glóandi ofni. Það tók mikið á hann, hann lagði stórum af, og enda skugginn hans gekk saman og varð miklu minni en heima; sólin tók líka á hann. Þeir félagar lifnuðu fyrst við aftur á kvöldin, þeg- ar sólin var gengin undir. Það var sannarlega gaman á að horfa. Undir eins og ljós var sétt inn í herbergið, þá teygði skugginn úr sér alla leið upp með þilinu, seildist meira að segja undir loftið; svo langan gerði hann sig. Hann varð að rétta úr sér til að jafna sig eftir hitann. Lærði maðurinn gekk fram á svalirnar til þess að rétta þar úr sér, og þótti honum þá sem hann lifnaði all- ur við smám saman, jafnóðum og stjörnurnar birtust í himin- heiðríkjunni. Fólkið kom fram á svalirnar þar við götuna — því í heitu löndunum eru svalir fyrir utan hvern glugga, enda veitir mönnum ekki af að viðra sig, hversu vanir sem þeir eru annars hitanum. Þá varð þar svo fjörugt bæði uppi og niðri. Skraddarar og skóarar, allt, sem vettlingi gat valdið, færði sig út á strætið. Voru sett út borð og stólar, og ljósin loguðu þúsundmörg; einn talaði og ann-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.