Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 10

Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 10
8 ÚRVAL ar söng, og fólk var á sífelldum erli fram og aftur; vagnarnir runnu og asnarnir þrömmuðu; kiing, kling, kló! því það voru á þeim bjöllur; lík voru jörðuð með sálmasöng, og götu- strákarnir skutu púðurkerling- um. Það var heldur en ekki f jörugt niðri á strætinu. Það var einungis eitt hús, þar sem allt var kyrrt og hljótt. Það stóð beint á móti húsinu, sem út- lendi lærði maðurinn bjó í. Ein- hver hlaut þó að búa þar, því á svölunum stóðu blóm og greru svo ljómandi vel í sólarhitan- um, en það hefðu þau ekki get- að, nema þau væru vökvuð, óg einhver hlaut þá að vera, sem vökvaði. Dyrnar þar yfir frá opnuðust líka, þegar á leið kvöldið, en dimmt var þar inni, að minnsta kosti í fremsta her- berginu; lengra innan að ómaði sönglist. Fannst lærða mannin- um hún vera alveg dæmalaus, en það gat nú vel verið, að það væri eintóm ímyndun hans, því hon- um þótti allt vera svo dæma- laust ágætt þarna í heitu lönd- unum, hefði sólin ekki verið. Húseigandinn, sem lærði maður- inn bjó hjá, kvaðst ekki vita, hver sá væri, sem til leigu byggi í húsi gagnbúa hans. Þar sæist aldrei nokkur maður, og hvað sönglistina snerti, þá þætti sér hún vera fjarska leiðinleg. ,,Það er eins og einhver sé að æfa sig á einhverju lagi, sem hann getur ekki komizt upp á, — alltaf á sama laginu. „Ég skal samt komast upp á það á end- anum,“ veit ég hann muni segja, en það verður samt aldrei, hvað lengi sem hann leikur.“ Eina nóttina vaknaði lærði maðurinn. Hann svaf fyrir opn- um svaladyrum, vindblærinn lyfti frá dyragluggatjaldinu, og sýndist honum koma undarlega mikil birta frá svölum gagn- búans. Öll blómin voru sem log- ar og lýstu í fegurstu litum, og mitt á meðal blómanna stóð fríð og fagurvaxin yngismey. Það var líka eins og lýsti af henni; það nærri skar í augu hans, enda glennti hann þau upj3 í meira lagi, er hann var að vakna. Hann þaut í hendings- kasti upp úr rúminu og var óð- ara kominn að baka til við gluggatjaldið, en yngismeyjan var þá öll á burtu. Ljóminn var horfinn, blómin lýstu ekki, en stóðu í prýði sinni eftir vanda, dyrnar voru opnar í hálfa gátt, og langt inni ómaði sönglistin svo blítt og fagurt. Það var ómögulegt annað en að ljúfar hugsanir vektust við þann hljóm. Þetta var töfrum líkt, hver bjó þarna? Hver var rétti inngangurinn í húsið? í neðsta gólfi var sölubúð við sölubúð, og ekki gat það verið, að alltaf væri gengið þar í gegn- urn. Eitt kvöld sat lærði maður- inn úti á svölum sínum. Ljós logaði í herberginu að baki hans, og var því eðlilegt, að skugga hans bæri á vegg gagn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.