Úrval - 01.06.1955, Síða 12

Úrval - 01.06.1955, Síða 12
10 ÚRVAL um hafði hann allsæmilegan skugga. Sneri hann þá heimleið- is til hinna norðlægari land- anna, og á leiðinni fór skugginn dagvaxandi og var seinast orð- inn svo langur og stór, að ekki þótti á bætandi. Lærði maðurinn kom nú heim aftur og samdi bækur um það, sem satt væri í heiminum, og um það, sem gott væri og fag- urt, og svo liðu dagar og svo liðu ár, það liðu mörg ár. Eitt kvöldið situr hann í her- bergi sínu, og er þá drepið hægt á dyr. ,,Kom inn!“ sagði hann, en enginn kom. Hann lýkur upp, og stendur frammi fyrir hon- um maður nokkur fram úr lagi magur, svo að honum varð und- arlega við. Að öðru leyti var maðurinn í sérlega fínum föt- um. Það hlaut að vera einhver maður af heldra tagi. „Hver er sá, sem mér veitist sú virðing við að tala?“ mælti hinn lærði. ,,Já, þetta grunaði mig alt- énd,“ sagði fíni maðurinn, ,,að þér munduð ekki þekkja mig. Ég er nú orðinn svo líkamleg- ur; ég hef fengið almennilegt hold og spjarir utan á mig. Yð- ur hefur víst aldrei dottið í hug, að þér munduð sjá mig svona uppdubbaðan. Þekkið þér ekki skuggann yðar gamla? Já, þér hafið víst ekki haldið, að ég mundi koma aftur nokkurntíma framar. Mér hefur gengið mæta- vel, síðan ég var hjá yður sein- ast. Ég er í alla staði velmeg- andi maður; skyldi ég þurfa að kaupa mig lausan úr vistinni, þá get ég það.“ Og um leið hringlaði hann í heilli kippu af dýrindis signetum, sem héngu við vasaúrið hans, og smeygði hendinni undir digra gullfesti, sem hann hafði um hálsinn. Demantssteinhring bar hann á hverjum fingri, og stóð af dem- öntunum tindrandi ljómi! Og allt var þetta í raun og veru. ,,Ég get ekki áttað mig á þessu,“ sagði lærði maðurinn, „hvað er allt þetta?“ „Já, það er nú ekki neitt al- gengt,“ sagði skugginn, „og þér eigið nú ekki heldur sjálfur neitt skylt við þetta algenga, og hvað mig snertir, þá vitið þér, að ég hef frá blautu barns- beini fetað í yðar fótspor. Þeg- ar yður sýndist, að ég hefði þroska til að fara einn út í heiminn, þá fór ég mína eigin götu, og nú er svo komið, að ástæður mínar eru Ijómandi góðar, en það greip mig ein- hverskonar löngun eftir að sjá yður einu sinni áður en þér deyið. Þér eigið sem sé að deyja. Og svo vildi ég líka feginn sjá aftur þessi lönd, því alténd þyk- ir manni vænt um ættjörð sína. Ég veit þér hafið nú aftur feng- ið annan skugga; ber mér nokk- uð að borga honum eða yður? Þér gerið svo vel að segja til.“ „Nei, ert það þú?“ sagði lærði maðurinn, „þetta er þó stór-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.