Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 31

Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 31
GLÆPARIT OG BANDARlSKIR LIFNAÐARHÆTTIR 29 Og við vitum um fá markmið, sem eru þess megnug að stemma stigu við kröfunurn. Reyndar er þessi látlausa sókn eftir meiru arfur frá forfeðrum okk- ar. Það var hún, sem flutti þá upp að austurströndinni, rak þá vestur á gres.iurnar og yfir þær. Hún er ríkasti þátturinn í menn- ingararfi okkar. Lífsskoðun sem þessi hlýtur að hafa mikil áhrif á samskipti manna. Og hér hitta glæparitin aftur í mark. Að svo miklu leyti sem söguhetjur þeirra eru tákn kröfunnar um meira og meira, eru þau ekki annað en spegilmynd af draumi Banda- ríkjamanna. Vissulega myndu flestir fordæma aðferðirnar, sem notaðar eru. En ef dæma má eftir þeim tíma og því rúmi, sem afrekum þeirra eru helguð, má ætla að flestum Bandaríkja- mönnum falli þau vel í geð. En til allrar ógæfu geta ekki allir Bandaríkjamenn öðlast meira. Til allrar ógæfu veldur hin sí- fellda sókn eftir meiru — með góðu eða illu — því einnig, að fólk á í eilífri baráttu hvert við annað. Fyrir þá sem geta ekki haldið sókninni til streitu, verð- ur baráttan átakanlega bitur. Og jafnvel fyrir þann, sem sagður er heppinn, er heimur- inn fullur af keppinautum, yngri og sterkari, kænni og heppnari, sem bítast með klóm og kjafti yfir sama hræinu. I þvílíku andrúmslofti dafnar sjúk tor- tryggni og nístandi mannhatur. Og þó að f jarstæðukennt virð- ist, er velgengnin oft undir því komin, að vopnin, sem barátt- an krefst, séu vandlega falin undir yfirskini glaðlyndis, hæ- versku, tvöfeldni og hispurs- leysis. Engu að síður grefur gremjan um sig í brjóstum okk- ar og á ekki annars úrkosta en koma fram eftir ýmsum krókaleiðum: psykósómatískum sjúkdómseinkennum, geggjun, hjónaskilnuðum og glæpum. Þegar litið er á glæparitin frá sjónarhóli þessarar inni- byrgðu gremju, skýrist eðli þeirra og mikilvægi. Við skul- um hafa í huga, að þau eru samin af fullorðnu fólki. Þar af leiðandi bera þau betur vitni hugarfari hinna fullorðnu, okk- ar sjálfra, heldur en barnanna, sem þau eru ætluð. Ef við á- kveðum að vernda börnin okk- ar fyrir dulbúnu hatri okkar sjálfra, ættum við þá ekki líka að reyna að vernda þau fyrir þeim öflum í okkar sjálfum, sem hatrið er sprottið af? Mér virðist þessi spurning fela í sér kjarna málsins. Bann eða takmörkun á sölu glæparita breytir að engu þeim lifnaðar- háttum, sem geta þau af sér. Þungamiðja vandamálsins er fólgin í þjóðskipulagi okkar með miskunnarlausri samkeppni sinni og látlausum kröfum eftir efnislegum gæðum, en litlum launum til handa þeim, sem keppa til annarra verðmæta. S. B. þýddí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.