Úrval - 01.06.1955, Page 35
DRAUMALAND SMYGLARANNA
33
hann smyglað kynstrum af kem-
iskum efnum. Annar mjög al-
gengur smyglvarningur er
svissnesk úr. Smyglarar í And-
orra, litla lýðveldinu í Pýrenea-
fjöllunum, stunda mikið úr-
smygl. Það er sem sé tvennt,
sem sérhver Spánverji verður
sóma síns vegna að eiga, hversu
fátækur sem hann er. Hann
verður að eiga úr og hann verð-
ur að vera í gljáburstuðum
skóm. Annað skiptir ekki máli,
hann getur verið órakaður, og
klæddur í garma, aðeins ef úr-
ið blikar á handleggnum og
skórnir gljá á fótunum. Af þess-
um sökum er úrsmygl einkar
arðbær atvinna.
Þótt undarlegt kunni að virð-
ast, kemur ekki allur smygl-
varningur frá útlöndum. Ein er
sú ræktun á Spáni, sem á sér
langa, söguríka hefð, en það er
leynileg tóbaksræktun. Á af-
skekktum stöðum, fjarri for-
vitnum augum, t.d. inni í miðj-
um, þéttum skógum, rækta
menn tóbak, á svipaðan hátt
og Svíar pukrast með sitt
heimabrugg. Það þarf sem sé
leyfi frá Tóbakseinkasölunni
til að rækta tóbak. Lögreglan
finnur iðulega þessa tóbaks-
akra, en ræktunin er svo arð-
söm og svo mikið stunduð, að
ekki sér högg á vatni.
Eins og að líkum lætur hafa
margar þjóðsögur spunnizt um
þennan ævintýralega atvinnu-
veg og margar vísur um hann
lifa á vörum fólksins. Hér skulu
að lokum tilfærðar tvær slíkar
þjóðvísur:
A pesar de los minones,
contrabandista he de ser,
y he de vender el tabaco
a la puerta del cuartel.
Lauslega þýtt:
Þrátt fyrir landamæralög-
reglu
skal ég vera smyglari
og tóbakið skal ég selja
jafnvel við hlið sjálfra her-
búðanna.
Contrabandista es mi padre
contrabandista es mi her-
mano
contrabandista ha de ser
aquél a quien dé mi mano.
Lauslega þýtt:
Faðir minn er smyglari
bróðir minn er smyglari
og smyglari verður hann að
vera
sá sem ég gef hönd mína.
□---O