Úrval - 01.06.1955, Síða 37
ÚTVARPSVIÐTAL VIÐ INGRID BERGMAN
35
B: Já, það er víst óhætt að
segja. Þegar ég kom til Ame-
ríku, t. cL, þá byrjaði það á
því að ég átti að gerbreyta mér.
Ég átti að skipta um nafn og
það átti að auglýsa mig. Það
átti að Ijósmynda mig fyrir
hina og þessa með allskonar
hatta á höfðinu. Myndirnar
áttu að vera auglýsingar fyr-
ir sígarettur og margt fleira,
því að kvikmyndafélögunum
þykir gott að fá í blöðum
og tímaritum heilsíðumyndir,
sem sígarettuframleiðendurnir
borga fyrir það eitt, að mað-
ur er með sígarettu í hendinni.
Ég neitaði þessu. Allir undr-
uðust, að ég skyldi gerast svo
djörf, en ég reyndi að skýra
fyrir framleiðanda mínum í
Ameríku, að ég vildi að fólkið
sjálft uppgötvaði mig. Ef ég
yrði mikið auglýst, gæti það
vakið eftirvæntingu og vonir,
sem mér tækist kannski ekki að
uppfylla. Láta fólkið sjálft
uppgötva mig! Það fannst
framleiðanda mínum snjöll
hugmynd. Slíkt hafði hann
aldrei heyrt fyrr, og hann gerði
sér auglýsingamat úr þessu:
hér var komin leikkona, sem
vildi ekki láta auglýsa sig! Og
ég breytti ekki um nafn. Ég
sagði: það getur verið, að ég
leiki ekki nema í þessari einu
mynd í Ameríku og þá verð ég
að fara aftur heim til Svíþjóð-
ar. Og hvað kem ég þá með