Úrval - 01.06.1955, Page 50

Úrval - 01.06.1955, Page 50
48 ÚRVAL studcli þó málstað kaþólskra. Eins og síðar verður vikið að, var hann maður fágætlega frjálslyndur og hleypidómalaus, en þótti ærið blendinn í trúnni. Tókst honum að sigla milli skers og báru stórslysalaust. Sagt hefur verið, að á þessum ofstækistímum í Frakklandi hafi aðeins tveimur mönnum tekizt að halda dómgreind sinni óbrjálaðri og mannkostum sín- um óspilltum, þeim Hinrik IV. og Montaigne. Montaigne var aldrei bendlaður eða riðinn við ódrengilegt verk. Er þetta því lofsamlegra sem höll hans var rænd mörgum sinnum og margs konar ógnanir og dólgsskapur höfð í frammi við hann. Segist hann þúsund sinnum hafa geng- ið svo til hvílu að kvöldi, að hann hafi hugað, að sú nótt yrði sín síðasta, hann yrði svik- inn, vopnaðir menn myndu ráð- ast inn, rnyrða hann og fjöl- skyldu hans. Þó telur hann sig hafa sloppið miklu betur en flesta aðra, og þakkar hann það því, að hann lét höll sína standa opna hverjum manni og gerði enga tilraun til að treysta varn- ir hennar né verja hana. Læstar hurðir freista þjófa til að brjóta þær upp, segir hann. Sýndi Montaigne oft frábæran kjark og snarræði er óaldarflokkar veittust að honum úti á víða- Amngi eða réðust inn í höll hans. Lét hann þessum óboðnu gest- um allt til reiðu, mat og drykk, og kom fram við þá af ljúf- mannlegri kurteisi, og er þeir sáu hugarró hans, fóru þeir oftast án þess að fremja spell- virki. Montaigne fer ekki að ráði að stunda ritstörf fyrr en eftir árið 1568. Hann semur þá á næstu 10—11 árum tvo fyrstu hluta ritgerða sinna, sem komu út eins og áður var sagt 1580. Síðan verður nokkurt hlé á rit- störfum hans. Raunar komu rit- gerðirnar aftur út 1582, en svo til óbreyttar. En eftir 1585 til dauðadags vann hann að því að auka þær og endurbæta. Komu þær svo út í 3. sinn 1595 að honum látnum. Hafði hann þá aukið við þær þriðju bókinni, en breytt f jöldamörgu í hinum. Bókin er, eins og nafnið ber með sér, ritgerðasafn. Umbætur höfundar voru í tvennu fólgnar: Hann semur margar nýjar rit- gerðir, og hann eykur gömlu ritgerðirnar og breytir þeim. Oft eru breytingar hans fólgnar í tilvitnunum í forna höfunda og í því að sýna fram á, að hugs- un hans sé í samræmi við hugs- un þeirra. Montaigne var sann- færður um óbreytileika mann- eðlisins, og því gekk hann að þv£ vísu, að al-lt, sem'hann hugsaði og sagði, hefði verið hugsað og sagt áður: ,,Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað?'4 Hann semur ritgerðir sínar ekki eftir neinni fyrirfram gerðri á- ætlun, heldur eins og andinu blæs honum í brjóst í það og það sinnið. Hann raðar þeim
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.