Úrval - 01.06.1955, Page 53

Úrval - 01.06.1955, Page 53
FRAKKNESKI HEIMSPEKINGURINN MICHEL DE MONTAIGNE 51 auðsætt, að henni getur oft skjátlast. En þrátt fyrir þetta fer því fjarri, að Montaigne sé alger efunarmaður, og mér er nær að halda, að efunargirni hans sé ekki eins djúpstæð og sumir vilja vera láta. Hann brýnir framar öllu fyrir okkur var- kárni. Ötrú Montaignes á þekk- ingarviðleitni mannsins stafar að ég held aðallega af þeim forna misskilningi að halda, að sannleikurinn sé eitthvað utan við manninn sjálfan, honum óháður, eitthvað, sem hann finnur utan við sjálfan sig, en ekki eitthvað, sem maðurinn skapar sjálfur og fullkomnar. Þrennt býr Montáigne ríkast í brjósti og að því kemur hann oftast: Hann var hræddur við dauðann, hann ber traust til náttúrunnar og hann hefur ríka löngun til að njóta lífsins. Dauðahræðslan er svo rík með Montaigne, að hann öfundar skynlausar skepnurnar, sem gera sér þess enga grein, að þær eigi að deyja. Iðkun heim- spekilegrar íhugunar á að kenna okkur að deyja: Que philo- sopher, c’est apprendre á mour- ir. Hann segist hafa dregið úr dauðahræðslu sinni með því að hugsa oft um dauðann. Og að síðustu sættir Montaigne sig við dauðann, eins og hann sætt- ir sig við allt, sem náttúrlegt er. Montaigne hafnar hér alger- lega kenningu kristindómsins, sem færir markmið lífsins út fyrir lífið sjálft, og lætur lífið þjóna dauðanum, m. ö. o. iífið á að vera undirbúningur undir dauðann. Montaigne er hér al- heiðinn í hugsun: Lífið er mönnum gefið til að njóta þess. Lífsnautnin er í því fólgin að lifa í sem fyllstu samræmi við náttúruna. Náttúran er mildur leiðsögumaður, en jafnframt gætinn og réttlátur. Allt getur verið varasamt, sem er gagn- stætt náttúrunni, en allt ætti að vera geðfellt, sem er í sam- ræmi við hana. Maður gæti stundum haldið að hann væri að lesa Rousseau. Montaigne rit- ar langt mál um Indíánana í Ameríku og telur þá lifa miklu fegurra og hamingjusamara lífi en menningarþjóðirnar. Hin ríka löngun Montaigne til að njóta lífsins, veldur því að hann dáir náttúruna, því að hún veitir okkur tækifæri til lífs- nautnar. Svölun þarfa okkar og eðlishvata er ávallt þægileg. Þegar við höfum notið lífsins, verður dauðinn okkur léttbær- ari og þótt hann sé ávallt á næstu grösum við okkur, meg- um við ekki láta umhugsun um hann spilla lífsnautn okkar. Það hefur oft verið sagt um Montaigne, að hann hafi verið kaþólskur, en ekki kristinn, og og er þar heppilega að orði komizt. Hvergi sjást þess merki, að þessi fjölfróði maður hafi nokkru sinni opnað Nýjatesta- mentið. Enginn skyldi áfellast Montaigne, þótt hann gengi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.