Úrval - 01.06.1955, Síða 54

Úrval - 01.06.1955, Síða 54
52 ÚRVAL ekki í berhögg við kaþólsku kirkjuna, á slíkum ofstækis- tímum, sem hann lifði. Ýmsar skoðanir hans samrýmast illa kaþólskri trú, en Montaigne klórar oft í sömu andránni yf- ir þær og fullyrðir fjálglega, að hann sé sannkaþólskur mað- ur. Og þetta er rétt að því leyti, að kaþólskan var miklu nær skapi hans en mótmælendatrú, ekki endilega vegna þess, að hin fyrrnefnda sé betri í sjálfri sér, heldur vegna hins, að böl það, sem við höfum búið lengst við og þekkjum bezt, er bæri- legra en nýtt böl, sem við þekkj- um ekki. Hann heldur fast við trú sína, ekki vegna þess, að hún sé góð, heldur vegna hins, að hann telur að það myndi verða honum til ógæfu að kasta henni. Hann vill gjarnan játast kirkjutrúnni með vörunum til þess að fá að vera í friði. Ég get beygt kné mín, en ekki skynsemi mína, segir hann. Iðrun og afturhvarf eiga eng- an hljómgrunn í sál hans: Ef ég ætti þess kost að lifa upp líf mitt aftur, myndi ég lifa því mjög á sama veg og ég hef gert. Hvorki harma ég hið liðna, né kvíði hinu ókomna. Um menntun og uppeldi hef- ur Montaigne sitt hvað að segja okkur. Itroðslu og dauða þekkingu telur hann einskis verðar. Hann spyr: Að hvaða gagni kæmi það okkur að hafa magann fullan af kjöti, ef við getum ekki melt það? Góða siði og dómgreind setur hann skör hærra en þekkingu: Okkur er tamt að segja: Svo sagði Ci- ceró, þetta er skoðun Platós, þetta eru eigin orð Aristóteless. En hvað segjum við sjálf um þetta, hvaða skoðun höfum við á þessu og hvernig dæmum við um þetta? Spurðu þá heldur páfagaukinn — það er ekki líkami, það er ekki sál, sem við ölum upp, heldur maður, og við megum ekki kljúfa hann í tvennt. — Þess vegna eiga líkamlegt og andlegt uppeldi að haldast í hendur. Hann er mjög andvígur allri harðneskju og refsingum við börn: því, sem er ekki hægt að koma fram með skynsamlegum fortölum og lagi, er til einskis að koma fram með refsingum og þving- un. Á þennan veg var ég alinn upp og þannig hef ég leitast við að ala upp mín eigin börn. Montaigne var talsmaður þeirrar stefnu, sem seinna var nefnd frjálshyggja: Á þessum æsingatímum, segir hann, hef ég aldrei lokað augunum fyrir kostum andstæðinga minna, né heldur fyrir göllum þeirra manna, sem ég hef fylgt að mál- um. Sumir telja, að skoðanir okkar og skynsemi eigi ekki að þjóna sannleikanum, heldur einungis óskum okkar og áformum. Ég kýs heldur, að mér skjátlist á hinn veginn, svo mjög óttast ég, að óskir mínar geti spillt mér. Því meir sem ég þrái eitthvað, því tortryggn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.