Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 64
62
ÚRVAL
fleiri tegundir af B-vítamíni, og
enn aðrar fengu töflur, sem ekki
var neitt vítamín í. Sálfræðing-
arnir, sem athuguðu börnin
þegar þau voru þriggja og
fjögra ára, vissu ekki hvaða
mæður hefðu fengið vítamín og
hverjar ekki.
Við greindarpróf á Norfolk-
börnunum þegar þau voru
fjögra ára kom í ljós, að börn
þeirra mæðra, sem höfðu feng-
ið vítamín, höfðu að meðaltali
5,2 hærri greindarvísitölu en
börn þeirra, sem ekki höfðu
fengið vítamín.
Kentuckybörnin höfðu greind-
arvísitöluna 107,6 að meðaltali,
en ekki varð fundinn neinn mun-
ur á vítamínbörnum og hinum.
Að áliti vísindamannanna geta
orsakir þess verið ýmsar: 1.
Kentuckymæðurnar bjuggu í
sveit og borðuðu sennilega víta-
mínauðugri mat en Norfolk-
mæðurnar. 2. Kentuckymæðurn-
ar voru ekki jafnfúsar að taka
vítamíntöflurnar og Norfolk-
mæðurnar og hafa sennilega
svikist eitthvað undan. 3. Ken-
tuckybörnin voru feimin og erf-
itt að fá þau til að tala, svo að
ekki er víst, að niðurstöður
greindarprófanna séu réttar.
Gefið var meira af vítamínun-
um, t.d. helmingi meira af C-
vítamíni, heldur en barnshaf-
andi konum er venjulega ráð-
lagt að taka.
Hvort börn mæðra, sem lifa
á hollu og vítamínríku fæði,
verða greindari ef mæðrunum
eru gefnar vítamíntöflur, fékkst
ekki úr skorið með þessum
rannsóknum. En hvað greind
snertir, hafa vítamíngjafir ó-
tvíræð áhrif á börn mæðra, sem
lifa á vítamínsnauðum mat.
Krabbamein og kirtlar.
Á fundi í Krabbameinsfélagi
Ameríku í San Fransisco skýrðu
þrír læknar frá nýrri aðgerð,
sem þeir höfðu beitt í meðferð
krabbameins í brjósti. Þeir
skáru burtu eggjakerfin og
fluttu til nýrnahetturnar. Ellefu
konur, sem aðgerð þessi hefur
verið gerð á, lifa enn góðu lífi,
í sumum tilfellum tveim árum
eftir aðgerðina.
Einn sjúklingurinn var 51 árs
gömul kona og hafði annað
brjóstið verið tekið af henni
tveim árum áður. Hún kom á.
spítalann til þess eins að deyja,
svo mikið vatn var í brjóstholi
hennar, sem stafaði frá því að
krabbameinið var farið að vaxa
að nýju, að hún gat ekki legið
og varð að sofa sitjandi. Áður-
nefnd aðgerð var gerð á henni
fyrir 16 mánuðum. Hún hefur
nú þyngzt um 30 pund og lifir
tiltölulega athafnasömu lífi.
Annar sjúklingur, 46 ára
gömul kona, sem brjóstið hafði
verið tekið af tveim árum áður,
kom á spítalann þegar krabba-
meinið tók aftur að vaxa í lung-
um hennar. Það var orðið svo-
útbreitt, að greina mátti æxli á.
stærð við valhnetu á röntgen-