Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 71
Bretland í byrjun atómaldar.
Grein úr „London Calling“,
eftir Andrew Shonfield.
Orkuframleiðslan í heiminum stendur nú á tímamótum. Gamlar
orkulindir ganga til þurrðar, en kjarnorkan er að koma í staðinn.
Bretar höföu á sínum tíma forustu um hagnýtingu kola. Þá liófst
hin mikla iðnbylting 19. aldar. Nii sjá, Bretar fram á þurrð í kola-
námum sinum, og hafa því á prjónunum stórfelldar áætlanir um
notkun kjarnorku til framleiðslu rafmagns. Höfundur gerir hér á
eftir grein fyrir þessum áætlunum, sem hann telur, að valda muni
nýrri iðnbyltingu áður en tuttugustu öldinni lýkur.
VI hefur verið haldið fram,
að efnahagslíf Bretlands á
þessari öld sé það alvarlegur
fjötur um fót, að iðnbyltingin
hófst þar fyrr en annarsstaðar.
Mestan hluta nítjándu aldar
nægði það forhlaup til að Bret-
ar voru alltaf feti á undan
keppinautum sínum. En á tutt-
ugustu öldinni hefur reyndin
orðið sú, að önnur lönd, þar sem
þróun undurstöðuiðngreina
hófst síðar, hafa komizt fram
úr Bretlandi.
Kolin eru ef til vill augljós-
asta dæmið um iðnað, sem þró-
aðist of snemma með þeim af-
leiðingum, að tilviljun hefur
miklu ráðið um hagnýtingu
þeirra og mikil sóun hefur átt
sér stað. Auk þess sem iðnað-
urinn sýpur enn seyðið af
slæmri skipulagningu kola-
náma, virðist svo sem mörg
auðugustu og auðunnustu kola-
lögin séu nú þrotin. Nú bendir
hinsvegar ýmislegt til, að þau
vandkvæði, sem verið hafa á
því eftir styrjöldina að full-
nægja kolaþörf landsins, verði
landinu til góðs þegar til lengd-
ar lætur. Að minnsta kosti hafa
þau orðið mönnum hvöt til að
leita nýrra úrræða til að full-
nægja orkuþörf landsins í fram-
tíðinni. Bretar eru fyrsta iðn-
aðarþjóðin, sem orðið hefur að
horfast í augu við þann vanda
hvað gera skuli þegar eldsneyt-
isframleiðslan innanlands hætt-
ir að geta fullnægt orkuþörf
iðnaðarins — eins og útlit er
fyrir að verði eftir tíu ár eða
svo.
Það er þetta, sem knúið hefur
Breta meira en aðrar þjóðir til
þess að hugleiða notkun kjarn-
orku til iðnaðar. Og nú hefur
ríkisstjórnin gert nákvæma á-
ætlun til næstu tíu ára um fram-