Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 81
ÞJÓÐHÆTTIR I LJÓSI MANNFRÆÐINNAR
Utanríkisráðuneyti Banda-
ríkjanna hefur gert sér þetta
ljóst og hefur ráðið til sín
mannfræðinga til að leiðbeina
þeim, sem gegna þjónustu í
framandi löndum. Tuttugu ára
reynsla mín af starfi meðal
Ameríkumanna í öðrum lönd-
um hefur sannfært mig um, að
aðalvandinn í sambandi við und-
irbúning þeirra til starfa er-
lendis sé ekki að fræða þá um
hverskonar bannhelgi (tabu)
líkt og sagt er frá hér að fram-
an, heldur að gefa þeim heildar-
yfirsýn yfir siði og hugsana-
venjur, allt hið óskráða og ó-
skýrða í háttum fólksins.
Manst þú eftir því þegar þú
batzt skóreimarnar þínar í
morgun? Gætirðu lýst handa-
tilburðum þínum þegar þú tal-
ar? Þessi dæmi sýna hve mikið
af hegðun okkar er „utan vit-
undarinnar“ og hve hætt getur
verið við árekstrum milli manna
með ólíka menningararfleifð.
Enginn gerir sér stöðugt
grein fyrir raddblæ sínum, þeim
áherzlum og blæbrigðum, sem
gefa orðum hans merkingu. Þó
leggur hlustandinn sérstaka
merkingu í allt þetta, án tillits
til þess hvað orðin segja. Ein-
falt dæmi um þetta er radd-
styrkurinn. Við Bandaríkja-
menn hækkum róminn ekki að-
eins þegar við erum reiðir,
heldur einnig þegar við vilj-
um leggja áherzlu á eitthvað
eða þegar kemur að kveðjun-
um. Þegar Kínverji hækkar
7»
róminn, þá er það einungis.
merki um það, að hann sé reið-
ur eða hafi misst stjórn á sér^
Þegar við tölum um eitthvað,.
sem er okkur mikið áhugamál,
finnst Kínverjum að við séum;
reiðir, jafnvel eftir margra
ára kynni af okkur. Líklegt er,
að þeim finnist flest samtöl
við okkur fá heldur óskemmti-
legan endi, hversu hjartanleg
sem þau annars eru, þegar við
brýnum raustina og segjum:
„Jæja, það var reglulega gam-
an, að þér skylduð líta inn,.
herra Wong.“
Suðurameríkubúar taka öll
viðskiptamál mjög alvarlega.
Þeir eiga því bágt með aS
skilja þann sið okkar að vera
óhátíðlegir í viðskiptum og
blanda þeim jafnvel saman við
skemmtanir. Okkur þykir gott
að leggja fæturna upp á skrif-
borðið. Ef ókunnugur maður
kemur inn í skrifstofuna, þá
tökum við fæturna ofan af borð-
inu. Ef í ljós kemur, að við og
gesturinn eigum margt sam-
eiginlegt, þá bregðum við fót-
unum upp á borðið aftur —
sem er merki til gestsins um
það, að okkur falli vel við hann.
Við tökum fæturna ekki niður
þó að sendillinn komi inn.
Allt þetta háttarlag er fráleitt
í augum Suðurameríkumanns-
ins. Hann sér í þessu móðgun
eða blátt áfram megnustu
ókurteisi.
Afstaðan til olnbogarúms er
einnig mjög misjöfn. Banda-