Úrval - 01.06.1955, Side 95

Úrval - 01.06.1955, Side 95
LÆKNIR 1 HVALVEIÐILEIÐANGRI 93 fyrir utan — „eru úrhrak sjó- mannastéttarinnar. Þeir græða meira en ég. En aðeins ég, Man- sell, veit allt um hvali og fram- leiðslu hvallýsis. Ég hef stund- að hvalveiðar í þrjátíu ár og ég þekki alla hvali í heiminum með nafni.“ Þegar hann þagnaði til þess að draga andann, stakk ég upp á því að við skyldum byrja á skoðuninni. „Það er óþarfi að skoða mig. Ég hef verið skoðaður þrjátíu sinnum, og í hvert skipti hefur læknirinn hrist höfuðið og sagt: „Vertu sæll, Mansell! Ég sé þig aldrei aftur!“ Ég er hjartveik- ur, geng með lungnaþembu, hef drukkið of mikið, er með æða- bólgu og magasár. En sjáðu hérna — ég fékk vottorð hjá bezta lækninum í Edinborg — og hann er miklu betri læknir en þú!“ Vottorðið var undirritað af þekktum læknir, en ég ákvað að skoða Mansell sjálfur. Ég fann einkenni allra þeirra sjúk- dóma, sem hann hafði nefnt, auk margra fleiri, og ég fór að velta því fyrir mér, hvernig ég gæti talið þennan mann á að hætta hvalveiðunum. Mansell sá hvað mér bjó í hrjósti. „Læknir,“ sagði hann alvarlega, „gamlir hvalveiði- menn eins og ég eru allir veik- ir, en þeir gefast ekki upp, og þeir kveina ekki heldur allir -eins og unglingarnir. Ef maður stundar hvalveiðar í tíu ár og lifir það af, er hann sennilega ódrepandi. Þú gefur honum vottorð um að hann megi stunda hvalveiðar til eilífðar, og hann bregzt ekki trausti þínu.“ Ég lét undan, af því að þetta var í samræmi við reynslu mína sem læknir. Ef maður þarf að velja menn í erfitt starf, þá velur maður ekki vandlega þjálfaðan íþróttamann, sem aldrei hefur tekið neinn sjúk- dóm, heldur mann, sem hefur fengið allskyns sjúkdóma — og lifað þá af. „Jæja, Mansell. Þú hefur þitt fram.“ „Þakka þér fyrir, læknir,“ sagði Mansell. „Nú skal ég segja þér dálítið. Ég fékk ekki hitt vottorðið til þess að stríða þér, heldur til þess að þú þyrftir ekki einn að bera alla ábyrgð, ef ég kynni að hrökkva upp af í ferðinni . . . Nú ættum við að fá okkur í staupinu. Mansell borgar. Ég fékk stóran vinning í hundahlaupinu í gær.“ Ég afþakkaði boðið. En þegar Mansell var farinn út og kom- inn í hóp félaga sinna, heyrði ég það á háreystinni í þeim, að þeir höfðu tekið boðinu með þökkum. Ég gerði ekki ráð fyr- ir að fleiri kæmu til skoðunar þann daginn. * Frá Edinborg sigldi verk- smiðjuskipið til Tönsberg í Nor- egi, til þess að sækja norsku
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.