Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 101
LÆKNIR 1 H V ALVEIÐILEIÐ ANGRI
99
bundinn við verksmiðjuskipið
og hvalurinn hafður á milli
þeirra. Nú fékk ég að reyna í
fyrsta skipti hvað það er, að
flytjast milli skipa í slæmu
veðri. Ég hef oft orðið fyrir
þessu seinna, og ég hef alltaf
verið með öndina í hálsinum,
meðan á því hefur staðið.
Aðferðin er þessi: Karfa er
látin síga úr gálga á verk-
smiðjuskipinu niður á þilfar
hvalveiðibátsins og kaðallinn er
hafður slakur. Maðurinn, sem á
að flytjast, fer upp í körfuna og
krýpur niður í botni hennar.
Nú hefst gamanið. Maðurinn við
vinduna getur ekki séð körfuna
og verður að fara eftir bend-
ingu bátsmannsins, sem hallar
sér yfir borðstokk verksmiðju-
skipsins, og bíða eftir hentugu
augnabliki. Verksmiðjuskipið
hallast sem sé af einni hlið-
inni á aðra eins og drukkinn
maður, og hvalveiðibáturinn
skoppar á öldunum eins og
korktappi. Ef ekki er valið rétt
augnablik, getur karfan slengzt
utan í verksmiðjuskipið eins og
pendúll eða lent harkalega á
hvalveiðibátnum í sjóganginum.
Adamson, bátsmaðurinn okk-
ar, valdi rétt augnablik. Karf-
an lyftist hægt og slapp upp
úr glufunni milli skipanna í
sömu andrá og hún lokaðist,
sveiflaðist fimlega undan stál-
mastri hvalveiðibátsins, sem
hallaðist 45 gráður, og var
nærri lent á henni, og andar-
taki seinna stóð ég á þilfari
verksmiðjuskipsins. Eg þakkaði
Adamson flutninginn og reyndi
að bera mig mannalega.
Þór sigldi þegar á brott. Hann
ætlaði að gera tilraun til að
veiða hvalina áður en myrkr-
ið skylli á.
*
Þegar maður ræðir um hvali,
ekki sízt hval eins og steypi-
reyði, þá verður maður brátt
uppiskroppa með lýsingarorð.
Enginn orð geta lýst þessari
óskaplega stóru skepnu, stærsta
dýri jarðarinnar fyrr og síðar.
Mansell sagði mér frá steypi-
reyði, sem var vegin og mæld
í Suður-Georgiu. Hann sagði að
hún hefði verið í meðallagi stór.
Þessi hvalur var 89 fet á lengd,
46 fet að ummáli og 9 fet á hæð,
þegar hann lá á hliðinni. Ugg-
arnir voru 9j4 fet. Beinin úr
hvalnum voru 22 smálestir,
spikið 26 smálestir og kjötið 56
smálestir. Hauskúpan ein var
4 y2 smálest, tungan 3 smálestir.
Heildarþunginn var um 120
smálestir. (Hvalurinn hefur
orðið um 275 þús. kr. virði.)
Til samanburðar: Hvalurinn
er álíka langur og járnbrautar-
vagn, hæðin og breiddin svipuð.
Sporðurinn væri sérlega hentug-
ur fyrir vængi á orustuflug-
vél — hann er seigur, sterkur
og með straumlínulagi. Ur
kjötinu mætti búa til væna
pylsu handa öllum íbúum borg-
ar á borð við Boston. Hauskúp-
an er á stærð við bíl, enda þótt
heilinn sé lítið stærri en blönd-