Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 108
106
ÚRVAL,
lifrinni. Hvalurinn er bræddur
í gufukötlum með 60 punda
þrýstingi. Á þilfarinu er alltaf
'ódaunn — en mismunandi mik-
ill — eftir því hve gamall hval-
urinn er, sem verið er að skera.
-En í verksmiðjunni undir þilj-
um er alltaf sami óþefurinn,
og hver deild hefur sinn sér-
staka ódaun.
Þegar verksmiðjan var í full-
um gangi, unnu þar 80 manns
á tveim 12 stunda vöktum. Það
var erfitt fyrir mennina að
vinna í brennheitri gufunni og
innan um hættulegar vélar,
jafnvel þótt sjór væri stillt-
ur, hvað þá í stormi og ósjó.
En það var nauðsynlegt að
ekkert hlé yrði á vinnslunni.
McDonald, vélstjóri, sagði
Aið mig: „Síðasta sólarhring-
inn höfum við unnið lýsi og
:mjöl fyrir 50 þúsund sterlings-
_pund, og á hverjum 20 dögum,
miðað við full afköst, aukum
við verðmæti aflans urn 1 millj-
ón punda! En ef einhverjum
verður eitthvað á í messunni,
getur það kostað félagið
■óhemju fé, og við töpum senni-
lega bróðurpartinum af þókn-
un okkar.“
Ég athugaði lýsisgeymir nr.
2 stjórnborðsmegin. Hann var
geysistór, gat rúmað 30 þús.
tunnur, en það voru ekki komn-
ar í hann nema um 1000 tunn-
ur.
Um jólin var mikið um dýrð-
ir á verksmiðjuskipinu. Allir
hættu störfum, og næsta sólar-
hringinn gekk mikið á þarna
suður í Ishafinu.
Hvalveiðibátarnir komu á að-
fangadagskvöldið til þess að
áhafnirnar gætu náð sér í öl-
föng um borð í verksmiðjuskip-
inu. Síðan tók að hvessa og
var ekki veiðiveður í næstu tvo
daga. Allur flotinn lá í skjóli
heljarmikils ísjaka.
Jólafagnaðurinn hófst með
mikilli hæversku og stillingu,
og þótti Gyle skipstjóra það
ekki vita á gott. Klukkan 11 f.
h. söfnuðust allir yfirmennirn-
ir saman í boði útgerðarfélags-
ins, með flibba og bindi í fyrsta
skipti eftir að lagt var úr höfn.
Við drukkum vínblöndu, sem
félagið bauð upp á, og eina eða
tvær flöskur af einkabirgðum
framkvæmdastjórans. Samtalið
var svo fágað og kurteislegt,
að engum hefði getað dottið í
hug að við værum hópar rudda-
legra hvalveiðimanna, sem væru
að byrja hið árlega fyllirí sitt
í Ishafinu. Um hádegisbilið
rumdi Mansell: ,,Nú förum við
allir og fáum okkur neðan í
því!“ og í klefanum hans og
víðsvegar um skipið hófst hinn
eiginleg fagnaður.
Heimabrugg hvalveiðimann-
anna er kallað „plonk“. Sú teg-
und, sem mér geðjast bezt að,
var brugguð úr rúsínum og
bætt með áttavitaspíritus. Önn-
ur algeng tegund er eimuð úr
hárolíu. Mér fannst sá drykkur
hressandi, en ekki bragðgóður.